Ljósberinn - 01.03.1941, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 01.03.1941, Blaðsíða 4
24 LJÖSBERINN [ Gamla læknisfrúin ) Það er víst óhætt að segja það, að frú Guðrún, eða »gamla læknisfrúin«, eins og hún var venjulega nefnd, var langsamlega vinsælasta manneskjan í kaupstaðnum. Hún var nú fyrst og fremst þannig af Guði gerð, að hún gat ekki annað en verið »hvers manns hugljúfk. En hér kom ann- að til. Það mátti heita, að annar hver ibúi kaupstaðarins. að minnsta kosti, hefði ein- hverntíma verið nemandi hennar. Og þeim, sem komist höfðu upp á það »krambúðar- loft« þótti síðan vænna um gömlu læknisr frúna en nokkra manneskju aðra, vanda- lausa. Frú Guðrún hafði sem sé kennt smá- börnum í kaupstaðnum ao stauta í meira ýffáttoitw*'.' —: ög setti mislitan pappír á lampahjálminn en tuttugu ár, sérstaklega smádrengjum, Því að það þótti hið mesta þjóðráð, eftir að það fór að spyrjast, hver snillingur frú- in var í þessu, — að senda til hennar óþæga smádrengi, sem þvertóku fyrir það, að þeir skyldu nokkurntíma læra að þekkja nokk- urn staf, þegar átti að fara að kenna þeim þann galdur heima fyrir. Það þótti verða heldur lítið úr slíkum herrum, þegar gamla læknisfrúin var búin að taka þá að sér. Ekki svo að skilja, að hún beitti harðneskju við þá. Nei, •— það var öðru nær. Hún bara talaði við þá, undur blátt áfram, en einhvernveginn þannig samt, að áður en þeir vissu sjálfir af, þá fanst þeim alveg sjálfsagður hlutur að gera læknisfrúnm þann greiða, að ráða fram, úr því, hvað þeir hétu, þessir ólukkans, stafir. Þetta var svo sem ekki neitt þrekvirki, þegar það var athugað skynsamlega. Nú, og svo fengi maður ef til vill eitthvað sætt i munninn, ef maður gengi í þetta dálítið rösklega. Hvort ekki myndi sluma í fólkinu heima, þegar mað- ur svo, einn góðan veður- dag, tæki sjálfur við Ljós- beranum og færi að lesa upphátt fallegu sögurnar í honum, — þyrfti ekkert að vera upp á það kominn lengur, að láta lesa þær fyrir sig! Eins og það var líka skemtilegt, eða hitt þó heldur, að þurfa ao ganga á eftir eldri systkin- unum, með grasið í skón- um, til þess að fá þau til að segja sér hvað væri í

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.