Ljósberinn - 01.03.1941, Qupperneq 5

Ljósberinn - 01.03.1941, Qupperneq 5
LJÓSBERIN N 25 bladinu, Og'svo vissi maður ekki einu sinni hvort þau færu trúverðuglega með það. Og svo reyndist þetta oftast nær leik- ur, þegar til kcan, að læra að lesa hjá gömlu læknisfrúnni. Hún var svo undur- góð við þetta smáfólk, sem henni var trú- að fyrir, og hún var svo skemmtileg. Hún kunni öll kynstur af skemmtilegum sögum, fyrst og- fremst í sam.bandi við stafa-óhræs- in —, hvern um sig, og síðan um orðin og hlutina, sem smámsaman varð svoi hægt að búa til úr þeim. En þó voru skemmtilegastar sögurnar sem hún sagði þeim um drengimi sinn, þegar hann hafði verið á þeirra reki. Hún sagði þær líka allt öðru vísi. en ailar hin- ar sögurnar. Málrómurinn varð enn þýðari og hún varð sjálf einhvernveginn enn þá fallelgri og elskuleg'ri en hún var annars. Og þegar hún var að segja sögurnar um fallega og glaðværa drenginn sinn litla, horfði hún aldrei á nemendurna, heJdur var þá eins og hún sæi gegnum holt og hæðir, því að hún horfði brosandi yfir koll- ana á smáfólkinu og staroi á ejnhvern á- kveðinn stað, — langt, langt í burtu, Drengurinn hennar var nú auövitað orð- inn fullorðinn maður fyrir langa löngu, en hann var einhversstaðar út í víðri veröld. Og veslings gam.la læknisfrúin hafði ekk- ert af honum frétt í mörg ár. Hann hafði farið kornungur til útlanda og ætlað að verða mikill listamaður. öllum hafði komið saman um, að han,n væri snillingsefni, hann myndi geta orðið heimsfrægur fiðlusnill- ingur. Fyrst hafði hann verið mörg ár við nám og komið þá heim stöku sinnum. Hon- um fór fram með hverju ári. Hann hafði haldið hljómleika í höfuöstaðnum, þar sem allt ætlaði um koll að keyra af fagnaðar- látum. En svo hætti hann að koma heini og fór í ferðalög um heiminn, lengra og lengra í burtu, Bréfin urðu strjálli og styttri smám saman. Hann hafði stundum vikið að því, að það væri býsna erfitt að fá heiminn til að taka eftir sér. Svo hafði hann farið til Ameríku. Þaðan voru síðustu bréfin, sem gamla læknisfrúin hafði feng- ið frá honum. Þar var allt erfitt líka, — jafnvel erfitt að fá atvinnu sem óbreytt- ur hljóðfæraleikari í hljómsveit. Hann sagðist þó spjara sig sæmilega. En nú sagðist hann ekki geta komið heim framar. Sér fyndist hann hafa svikið það traust. sem fólkið hefði til sín borið. Hann gæti ekki látið kunningjana sjá sig. Þegar þetta bréf kom, var læknirinn, faðir hans dáinn. Og mömmu hans, — gömlu læknisfrúnni, hafði fundist þetta svo mikil fjarstæða. Því þá ekki að koma heim, fremur en að eiga það á hættu að lenda í erfiðleikum einhversstaðar langt út í heimi, þar sem enginn var til að rétta honum hjálparhönd. Hún hafði skrifað honum og beðið hann að koma heim, — en aldrei fengið neitt svar. Það er nú ekki víst, að litlu nemendurnir hafi vitað hvernig þessu var varið. En þeir fundu það á sér, að það var sjálfsagt að þeir væri hljóðir, þegar það vijdi til, að gamla læknisfrúin minntist eitthvað á drenginn sinn eftir að hann fór vestur um haf. Hún varð þá líka allt af svo alvarleg sjálf. En hún átti allt af von á því að hann kæmi heim þá og þegar. Og oft þegar skip kom frá útlöndum, fór hún út í garð og stóð við hliðið á meðan fólkið var að fara fram hjá, sem með skipinu hafði komið, ef einhverjir voru farþegar. Því að fram hjá húsinu hennar lá einmitt vegurinn frá hafnarbryggjunni. Sumum þótti þetta dá- lítið heimskulegt. En þetta var gamla læknisfrúin, og þess vegna var lítið um það talað, og sízt henni til hnjóðs. Henni þótti svo undur vænt um drenginn sinn, — allir vissu það. Og hún átti allt af von á hoinum. En svo gerði hún líka annað í sambandi við drenginn sinn, sem litlu nemendunum hennar þótti meira en lítils virði. Hún hélt sem sé allt. af upp á afmælið hans, Alla, — en drengurinn hennar hét Aðalsteinn, — og bauð öllum nemendunum, sem hjá henni voru í hvert sinn, Og þad var af-

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.