Ljósberinn - 01.03.1941, Side 6

Ljósberinn - 01.03.1941, Side 6
26 L JÓSBERINN mæli, maður! Lang-skemmtilegasta afmæl- ið á öllum vetrinum. Og þá hefðuð þið átt að sjá gömlu læknisfrúna. Eða, þið hefð- uð átt að sjá hana þegar hún var ao búa undir afmælið. Hún skreytti stofuna eins og fyrir jólin, — hafði stóra kertastjaka á borðinu, með mislitum kertum, og setti mislitan pappír á lampahjálminn, til þess að gera birtuna notalegri. Og svo hafði hún auðvitað bakað öll ósköp •— þeim þótti góð- ar kökurnar herinar, litlu strákunum, pg í þessu afmæli var ekkert haldið í við þá. En þeir færðu henni blóm, það er að segja, ef nokkur lifandi leið var að fá noikkur blóm. Og svo var drukkið súkku- laði, — mikið af súkkulaði, og skemmt sér, — mikiö! Árin liðu. Elztu nemendur frúarinnar voru orðnir fullorðið fólk oig sjálf var hún orðin gömul að árum og hvít fyrir hærum, en lét annars lítið á sjá, það var allt af jafn bjart yfir henni og notalegt að vera í návist hennar. Og margar fékk hún heim- sóknirnar. Til hennar var leitað bæði í sorg og gleði. Við engan var eins gott að tala, ef eitthvað amaði að. Hún átti svo hægt með að gera unga fólkinu skiljanlegt hvar huggun var að finna. Hún hafði sjálf átt í þrengingum, — þáo vis&u allir. En það höfðu líka allir séð, að hún hafði aldrei bugast. Og fólkið vissi vel hvernig í því lá, eða hvaðan hún fékk þrekið til þess að vera allt af glöð og róleg. Hi'in var kristin konu, í einlægustu merkingu. Hún treysti Drottni og hún hafði falið honwm dreng- inn sinn. Þess vegna æðraðist hún ekki þó hún heyrði ekkert frá honum, — hún vissi að Drpttinn hélt í hendina á honum. hvar sem hann var og hvert sem hann fór, hann Alli hennar, — og hún trúði því að Drottinn myndi að lokum leiða hann heim, heilu og höldnu. Þetta var bjargföst trú, —- og þess vegna fór hún svo pft út að hliðinu, þegar skip komu að iandi. — »Jæja, hann kemur þá líklega með næstu ferð«, sagði hún, þegar hún var að fara inn í hús'ð aftur. »En nú þarf hann að fara að koma, elsku drengurinn, því að ég' er að verða svo ónýt«. Og drengurinn hennar kom heim. Hún stóð við hliðið, því að skip hafði verið að koma inn f jörðinn. Hún sá grann- an og hávaxinn mann koma upp frá bryggj- unni. Það var fullprðinn maður, -— ellileg- ur, dálítið lotinn í herðum og þreytulegur. Aðalsteinn hennar myndi vera tæplega fimmtugur. En hann var sjálfsagt búinn að reyna mikið og orðinn þreyttur, — eða hann hafði verið veikur, — en þetta var hann, elsku drengurinn. Mikið var hann vænn að draga það nú ekki lengur að koma! En hvernig stóð nú á þessu, — hann var ekki með neinn farangur? Var hann ef til vill allslaus, — -— eða, — eöa, — hann ætlaði ef til vill eitthvað lengra með skip- inu. Jæja, — en það var indælt að fá að sjá hann, þói að það yrði þá ekki nema I svip, oig- það var mest um það vert, að hann var kominn heim, heill á húfi. En gamla frúin var í mikilli geðshræringu, þó að ekki sæi það á henni, — hún varð að halda sér í girðinguna. Henni datt í hug, að lík- lega væri þetta erfitt augnablik fyrir Að- alstein líka, og hún vildi þá gera honum það svo auðvelt, sem .unnt var. »Jæja, elsku drengurinn, þarna ertu þá kominn loksins! Vertu velkom.inn!« »Já, ég er kominn, mamma, — búinn að vera allt of lengi í burtu. Gekk illa að hafa mig upp í ferðalagið. — En nú er eins og að allt sé í lagi. Og Guði sé lof fyrir að ég fæ að heilsa þér aftur syoina hressilegri, — ég var að kvíða fyrir því alla leiðina--------« Hann lyfti henni upp með sterkum hönd- og bar .hana inn í húsið, eins og barn. En gamla konan vafði handleggjunum um hálsinn á honum og hjúfraði sig upp að brjósti hans, grátandi af gleði. Þetta var svo indælt og öruggt. Mikið var Guð allt af góður!

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.