Ljósberinn - 01.03.1941, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 01.03.1941, Blaðsíða 7
L JÖSBERINN 27 Hún hví&laði þessu að Aðalsteini. Og hann hvíslaði að henni: »Já, Guð hefir verið g’óður við mig. En ég er hræddur um; að ég hefoi ekki tekið eftir því, ef ég hefði ekki átt góða mömmu, sem kendi mér það ungum að leita til hans. Og ver hefði þá líka farið fyrir mér. En J>aö var kjölfestan, sem bjargað hefir mínu skipi i hvert sinn, sem ég hefi fengið ágjöf«. Og nú er siagan eiginlega búin, því að nú hafði gamla læknisfrúin fengið heit- ustu ósk sína og bæn uppfyllta.. Og' hún var fádæma glöð. Pó gátu þau nú ekki verið samvistum nema litla stund að þessu sinni. Aðalsteinn æt-laði að halda áfram með skipinu til Reykjavíkur til þess að ganga frá samn- ingum um atvinnu, sem honum stóð til boða þar. Hann hafði átt bréfavið- skifti við áhrifamenn þar, sem komið höfðu þessu í kring. Hann ætlaði svoi aö koma aftur og sækja mömmu sína. En þá kom »babb í bátinn«. »Nei, elsku vinur! Héð- an fer ég ekki. Hér er ég búin að vera allan minn aldur, — og í einstæðings- skapnum hafa allir verið svoi góðir við mig, að ég held ég myndi ekki geta dregið andann annars stað- ar en í Jyessu andrúmslofti, hjá öllum þessum vinum, — og minnstu vinina mína get ég alls ekki skilið við. Mér nægir það, að Guð hefir leitt þig heim heilan á húfi Oig að ég veit, að þér líður vel. Þetta er stör- fenglegasta gleðin, sem ég hefi orðið aðnjótandi í lífinu. Hvao gerir það svo til, þó að þú getir ekki verið hérna, alveg á sama blett- inum og ég. Þú skreppur til mín þegar þú getur — það verða dásamlegir dagar, — og þú hringir mig upp öðru hvoru, — nú, þá er þetta. allt svo indælt, sem orð- ið getur. — Ég vil ekki vera heimtufrek- ari en góðu hófi gegnir. Pað hafði raunar verið aðal tilhlökkunar- efni Aðalsteins á heimleiðinni, að fá nú tækifæri til að gera bjart og hlýtt í kring- um móður sína, á æfikvöldi hennar. En hann þóttist nú sjá, að hvergi myndi henni líða betur, en þarna, — eins og hún sagöi sjálf. Og' hann sá og fann, að hann hafði •glatt hana með því að kcma heim. Þau sátu um stund hljóð og héldust i hendur. En svo varð þeim báðum að orði, í sömu andránni: »Já, mikio er Guð góður!« TK Á. hún varb að halda sér í g’irðinguná.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.