Ljósberinn - 01.03.1941, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 01.03.1941, Blaðsíða 8
28 LJÓSBERINN BELLA-FLOR (Eftir spánska höfundinn Caballero) Einu sinni var maður, sem átti tvo sonu. Sá eldri gekk í herþjónustu, fór til Ame- ríku og dvaldi þar árum saman. Þegar hann kom heim aftur var faðir hans dá- inn, en yngri bróðirinn hafði sölsað undir sig eignirnar og var orðinn auðugur mað- ur. Heimkomni bróðirinn fór nú að heim- sækja hinn, og hftti svo á, að hann var að koma niður útidyratröppurnar. »Þekkirðu mig ekki?« spurði hann. Hinn bróðirinn hreytti aðeins út úr sér ónotum. Þá gaf hermaðurinn t;l kynna, hver hann væri. Þá sagði hinn bróðirinn, að hann gæti fundið gamla kistu út í skemmu; það væri allur sá arfur, sem faðir þeirra hefði látið honum eftir. Að svo mæltu fór hann leiðar sinnar, og vildi ekki svo mikið sem líta við bróður sínum. Hinn fór út í skemmuna og fann þar æfa forna kistu. Hann sagði við sjálfan sig: »Hvað get ég gert við þennan kistu- garm? Herra trúr! Eg get þó að minnsta kosti höggvið hana í eldinn og hlýjað mér við hana á þann hátt, því að það er svo drepkalt«. Hann axlaði nú kistugarminn og bar hana til íbúðar sinnar, og fór að höggva hana í spón með exi. Þá datt skjal út úr leynihólfi í kistunni. Hann tók upp skjaliö og komst þá að raun um, að það var skulda- bréf fyrir mikilli upphæð, sem faðir hans hafði átt hjá tilteknum manni. Hann heimti nú þessa upphæð og varð ríkur maður. Einu sinni þegar hann gekk um borg- arstrætið rakst hann á gamla konu, sem grét sáran. Hann spurði hana hverju það sætti. Hún sagði honum, að maðurinn sinn lægi fárveikur. Og það var ekki aðeins, að hún hafði enga peninga til að kaupa meðul fyrir, heldur lá við borð að lánar- drottnar mannsins hennar létu varpa hon- um í skuldafangelsi. »Hertu upp hugann«, sagði Jósep. »Manninum þínum verður hvorki varpað í fangelsi, né eignir ykkar seldar. því að ég skal greiða úr vandanum. Ég skal greiða skuldir hans og legukostnað, og líka sjá um það, að útför hans verði virðuleg, ef hann skyldi deyja«. Og þetta gerði hann. En þegar maður- ihn var dáinn, og hann hafð'i greitt útfar- arkostnaðinn, komst hann að raun um, að hann átti ekki grænan eyrir eftir, því all- ur arfur hans hafði eyðst til þessa góð- verks. »Og hvað á ég nú að gera?« spurði hann sjálfan sig. »Nú hef ég ekki nóga aura til að kaupa, mér eina máltíð. Æ, ég verö að fara til hirðarinnar. og vinna þar fyrir mér sem þjónn«. Þetta gerði hann og varð þjónn konungs. Hann kom nú svo. vel fram, og vann sér svo mikla hylli konungs, að hann var fljótt hækkaður í tigninni, og var kallaö- u,v »æðsti ráðgjafi ríkisins«. Meðan þessu fór fram hafði þorparinn bróðir hans farið á hausinn, og skrifaði hann honum nú og sárbað hann um lið- sinni; og af því að Jósep var svo góðvilj- aður, hljóp hann undir bagga með hon- um, og bað konunginn að veita bróður sín- umi atvinnu, og lét hann að ósk hans. Svo kom nú maðurinn, en í stað þess að vera bróður sínum þakklátur, þá öf- undaði hann hann af gengi hans, er hann sá að hann var eftirlætisgoð konungs, og hugsaði hann sér að koma honum fyrir kattarnef. Með þetta í huga, fór hann að brjóta heilann um, hvað helzt myndi koma sér að gagni í þessu efni, og komst þá að því, að konungur lagði hug á prinsessu, sem hét Bella-'Flor. En af því að konung- ur var gamall og ljótur var hún honum fráhverf, og faldi sig í hölh sem var falin í óbyggðum og uimkringd torfærum, og sem

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.