Ljósberinn - 01.03.1941, Blaðsíða 10

Ljósberinn - 01.03.1941, Blaðsíða 10
30 LJÓSBERINN í herbergi sínu og neitaði að opna fyrir nokkurri manneskju. Konungurinn sárbað hana að opna dyrnar, en hún sór að opna þær ekki fyrr en hún fengi aftur þá þrjá hluti, er hún hafði misst á leiðinni. »I>að er ekki um neitt annað að ræða, Jósep«, sagði konungur, »en að þú, sem ert þessum málum kunnugur, verður að fara pg sækja hlutina. Og ef þú svíkst um það, verður þú hengdur«. Vesalings Jósep var alveg örvinglaður og fór og sagði hvíta hestinum alla mála- vexti. Hvíti hesturinn sagði: »Farðu á bak á mig og við skulum fara og sækja þá«. Þeir héldu nú af stað og komu að maura- þúfunni. »Vildir þú fá kornið?« spurði hesturinn. »Auðvitað«, svaraði Jósep. »Kallaðu þá á maurana og beiddu þá að koma með kornið. Og ef þeir finna það ekki, koma þeir að minnsta kosti með brauðið, sem þú gafst þeim«. Og þannig fór það. Vegna þess, hvað maurarnir voxu honum þakklátir, sóttu þeir 'fyrir hann kornið. »Þarna sérðu«, sagði hesturinn, »að all- ín sem gera gott, uppskera laun sín, fyrr eða síðar«. Þeir komu nú að trénu, sem Bella-Flor hafði varpað klútnum á; þarna blakti hann efst í trjátoppnuan, einsi og flaggí vind- 5num. »Hvernig get ég náð í þennan vasaklút?« spurði Jósep. »Til þess þyrfti ég stiga Jakobs«. »Vertu ekki áhyggjufullur«, svaraði hvíti hesturinn. »Kallaðu á örninn, sem þú losaðir úr gildrunni, og hann mun ná hon- uffl: fyrir þig«. Og þannig fór það. Hann kallaði á örn- inn, sem greip vasaklútinn í nefið og færði Jóisep hann. Þeir komu að ánni, sem var mjög gruggug. »Hvernig á ég að finna hringinn á botni þessa fljóts, sem er svo djúpt, þar sem ég hvorki sé til botns, né man staðinn, þar sem Bella-Flor kastaði honum?« spurði Jósep. »Vertu ekki áhyggjufullur«, svaraði hesturinn. »Kallaðu á silunginn, sem-þú bjargaðir, og hann mun ná honum fyrir þig«. Og þannig fór það. Silungurinn kafaði og kom glaður upp aftur, vaggandi ugg- unum, og bar hringinn í munninum. Nú sneri Jósep ósegjanlega glaður aft- ur til hallarinnar. En þegar Bella-Flor hafði heimt þessa hluti aftur, sagðist hún ekki stíga fet úr vígi sínu, fyrr en óþokk- inn, sem hafði rænt henni úr kastalanum, hefði verið steiktur í olíU'. Konungurinn var svo grimmur, að hann féllst á þetta, og tilkynnti Jósep, að nú væri engin leið út úr ógöngunurn önnur en sú, að hann yrði að deyja, steiktur í olíu. Jósep, sem var harmi lostinn, fór út í hesthús og skýrði hvíta hestinum frá, hvað í vændum væri. »Vertu ekki áhyggjufullur«, sagði hest- urinn. »Farðu á bak á mig og við skulum hleypa svo hart, að ég svitni. Makaðiu þig allan í svita mínum, og láttu svo steikja þig.. Þig mun þá ekkert saka«. Og þetta kom á daginn. Og þegar hann kom út úr ofninum, hafði hann breytst í svo fríðan og föngulegan ungan mann, að allir göptu af undrun, og enginn þó meir en Bella-Flor, sem strax varð ástfangin af honum. Þá hélt konungurinn, sem. var æfagam- all og Ijótur, að hann myndi breytast eins og Jósep, ef hann færi eins. að, og að Bella- Flor yrði þá ástf angin af honum. Svo stakk hann sér inn í ofninn og stiknaði til bana. Þá tóku allir Jósep til konungs og hann kvæntist Bella-Flor. Þegar hann fór að þakka hvíta hestin- um, sem hann átti alla sína hamingju upp að inna, fékk hann þetta svar: »Ég er sál fátæka mannsins, sem þú eyddir öllu, fé þínu í, bæði í veikindum

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.