Ljósberinn - 01.03.1941, Side 11

Ljósberinn - 01.03.1941, Side 11
LJÓSBERINN 31 Hættulegur vinur. Enskur liðsforingi, Hoad að nafni, segir frá eftirfarandi atviki frá dvöl sinni í Ind- landi, atviki, sem næstum því hafði kost- að hann lífið. »Kvöld nckkurt gekk ég' mér til skemmt- unar undir nokkrum skuggalegum trjám, eins og ég var vanur. Þá heyrði ég lágt hvæs. Ég leit við og sá þá litla, eldrauða slöngu, sem flýði skelkuð undan stórri eðlu, sem var tilbúin að gleypa hana. Eg kenndi í brjósti um litla dýrið, og þar sem ég hélt, að það væri ekki nein eiturslanga, þá rak ég eoluna burt m.eð staf mínum og frelsaði þannig litla, rauða dýrið. Hún virtist skilja frelsi sitt, því að hún kom til mín, vafði halanum um s,tíg- vélið mitt og lét í ljós þakklæti sitt. Ég varð nú djarfari, beygði m.ig niður og lét litla skriðkvikindið hringa sig upp í lófa minn. Mig hryllti við að finna kald- an Jíkamann, en hún var svo falleg, að ég gat ekki annað en harft á hana. Það leit út fyrir, að henni liði vel í lófa mínum, því að hún rúllaði sig upp í litila kúlu. Síðan fór ég heim með litla, þakkláta vininn minn. Ég hafði innfæddan þjón, en þar sem hann var nú ekki heima, setti ég slönguna í körfu með nokkrum bJöðum í og setti hana, á borðið. Síðan gekk ég til náða. En um nóttina vaknaði ég við ákafan verk í öðrum fætinum. Ég kallaði á þjón minn, Koako. Hann hans og útfor. Og þegar ég sá, hve þú áttir bágt og varst í mikilli hættu, bað ég Guð að leyfa mér að koma þér til hjálpar og endurgalt þér þannig góðsemi þína. Því eins. og ég hefi sagt þér áður, og endurtek enn, þreytstu, aldrei á að gera mönnum gott«. Gunnar Árnason þýddi. kveikti Ijós, og sáum við þá, að fótur minn var stakkbólginn upp að hné. Koako, sem var mér mjög vinveittur, fór strax að at- huga fótinn. Allt. í einu benti hann á lítið gat fyrir ofan ristina og brópaði óttasleg- inn: »Slanga, slanga!« I mesta flýti þreif ha,nn upp sængur- fötin og í einu rúmshorninu lá litli, rauði vinurinn minn og horfði á akkur með litlu demantsaugunum sínum. Eftir augnablik hafði Koako drepið hana með hníf sínum, og án þess að segja orð, fór hann út úr herberginu, en kam því næst aftur með nokkrar safamiklar jurtir, sem hann néri sárið með. Mér leið strax betur, og sagði ég honum nú, hvernig slangan hefði kom- ist inn í húsið, og að ég hefði haldið að h.ún væri óeitruð, því að annars mundi hún hafa stungið eðluna. En Koako! hristi höfuðið og sagði: »Þér hafið hitt eina af eitruðustu slöng- unum okkar, rauðu slönguna. Bit hennar er alltaf banvænt, ef ekki er strax hægt að ná í þessar jurtir til þess að núa, sárið með. Það er ekki að undra, þó að hún flýi eðluna, því að hún er svo fljót í hreyfing- um, að hún bítur slönguna, áður en hún hefir ráðrúm. til þess að spúa eitri. Rauða slangan bítur aldrei annarsstað- ar en í öklana, en hún sýnir mikla slægð í áformum sínum, eins. og þér nú hafið fengið vitneskju u.m«. Ég lá rúmfastur í marga daga og' átti það aðeins liinum trygga þjóni mínum að þakka, að hættulegi rauði vinurinn minn rændi mig ekki iífinu í þakklætisskyni fyrir, að ég frelsaði hann frá eðlunni. Þýtt úr dönsku af einwm, lesanda Ljósberans. Hver vill ekki eignast „MEISTARA GRÁNA?“ Bókina fœr liver sá, sem útveg- ar 2 skilvísa kaupendur.

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.