Ljósberinn - 01.03.1941, Blaðsíða 12

Ljósberinn - 01.03.1941, Blaðsíða 12
32 L JÖSBERINN »Bamiö óx að aldri og vizkm. Heimili Jesío. Það var bara edtt herberg'i í litla, hvíta húsinu í Nazaret, þar sem Jesú átti heima,, þegar hann var drengur. Það var fremur skuggsýnt inni, af því að ekki var nema einn glugginn. Þarna var ekki timburgólf, heldur leirgólf og þa;r lék Jesús sér, þegar María móðir hans var að vinna. Fyrst tók hún sér sóíl og' sópaði allt húsið, og gætti vel að sópa allt ryk úr öll- um hornum. Sva þurfti hún að búa til brauð. Jesús sá, að hún setti deigið í skál eða mót hjá eldinum. Fyrst var þetta agn- arlítil klessa. En þegar það volgnaði bólgn- aði það og þandist út og' varð stærra oig stærra þangað til að það fyllti mótið. Og þá bakaði María það í leirofninum, þang- að til það var fullbakað. María söng, á meðan h.ún var að vinnu sinni — hún var svo glöð og ánægð, og' hún tók sér oft stundir til leika sér við Jesú og tala við hann. Og svo tók hún korn í körfu og fór út í húsgarðinn. Og Jesús hljóp á eftir henni af því að hann vissi að hún ætlaði að fara að fóðra ungana. Ein mömmuhæna átti sex unga, alla spræka, gula og dúnmjúka, og María gaf Jesú nokkur koa-n til þess að fóðra þá. Hænumamma hélt dyggilega vörð yfir ungunum, og ef hún varð vör við nokkra minnstu hættu, þá kallaöi hún: »Gagg, gag'g, gagg«. Og þá hlupu þeir allir til hennar, og hún ýfði fjaðrirnar og varð s,vo stór og fyrirferðarmikil og safnaði þeim öllum undir vængi sér. »Hænumamma elskar börnin sín«, sagði María við Jesú. Um miðjan daginn, þegar var of heitt að vinna úti undir beru lofti, þá sett-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.