Ljósberinn - 01.03.1941, Side 13

Ljósberinn - 01.03.1941, Side 13
L J Ö S B E RIN N 33 ist María við að sauma og prjóna. Og þá sagði hún Jesú sögur um fuglana og um blómin og um dýrin. Og hún sagði Jesú frá Guði, sem hafði skapað þetta allt og bæri umhyggju fyrir því — hverju ein- asta. »Og það fellur enginn smáfugl tii jarðar, nema Guð viti það«, sagði María. 1 kvödsvalanum tók María vatnskrukk- una á herðar sér og gekk eftir þorpsgöt- unni til vatnsbólsins. Jesús hljóp með henni og hélt í klæði hennar, á meðan hún var að ná vatninu. Og svo safnaði hann stór- um blómvendi úr rauðum skínandi blóm- um, sem spruttu við' lindina. »Nú fer að koma tími til að fara heim«, sagði María, eftir að hún hafði fyllt vatns- krukkuna og lyft henni á herðar sér. Þegar þau geng-u niður hæö'ina rann drengurinn á undan mömmu sinni, einn síns liðs,. En gatan var óslétt svo. að hann féll. 1 sama vetfangi hafði María gripið hann í faðm sér og huggaði hann. Og svo hljóp hann áfram á undan alla leið heim, alveg öruggur. Og nú kom líka Jósep, faðir Jesú, heim frá vinnu sinni, og þau neyttu öll í sam- einingu kveldverðar. Nú var Jesús orðinn þreyttur, svo að hann fór að hátta í ból- inu sínu á gólfinu — og steinsofnaði og svaf vært. Móðir hans kyssti hann og hafði vakandi aðgæzlu á honum. Og hænu- mamma safnaði líka ungum sínum undir vængi s,ér, þar sem hún var, og gætti þeirra vel. Vinnustofa trésmiðsins. Jósep — faðir Jesú — var trésmiður. Hann vann kappsamlega alla daga og smíð- aði borð, stóla, barnavöggur og ýmsa hluti úr tré, til þess að selja þorpsbúum. Á þenna hátt gat hann unnið fyrir fæði og föt- um handa sér, Maríu og Jesú. Eitt kveldið, þegar Jósep kom heim, sagði hann við Jesúm!: »Þú skalt fá að koma með mér á morgun í vinnustofuna«. Jesús varð glaður við, af því að hann hafði lengi langað til að fá að fara þetta. Snemma næsta morgun faldi hann því litlu hendina sína í hönd föður síns og þeir gengu nú báðir saman eftir þröngu stræt- inu. Þeir voru fljótir í ferðum, smíðahús- ið var skammt frá íbúðarhúsinu. Þarna var elskulegur og ákjósanlegur S/taður að leika sér. Gólfið var þakið af hef- ilspónum og spýtnakubbum. f miðju smíða- húsinu var hefilbekkur og þar stóð Jósep, þegar hann var að vinna með verkfærun- um sínum — og upp við einn vegginn og í hornunum var mikið af timburborðum og plönkum, sem áttu að þorna betur. f einu horninu; stóð splundurný og falleg barns- rugga, sem Jósep hafði nýiokið við að smíða. Jesús snerti vögguna varlega með hendinni og rug'gaði ósköp gætilega. Allan morguninn stóð Jósep við hefil- bekkinn. Hann var að smíða stærðar skáp. En á meðan hann var að vinna, var Jesús að leika sér á góifinu að sagi, hringuðum hefilspónum og smáspýtum. En faðir hans gætti þess nákvæmlega að hann skyldi ekki snerta neitt af hinum hárbeittu verkfær- um. Um hádegið tók Jósep sér hvíldarstund til þess að matast. Hann tók upp nestið þeirra og mötuðust þeir báðir, og þegar þeir voru búnir að borða smíðaði Jósep leikfang handa Jesú. Þetta var agnarlítil, tvíhjóluð kerra. Jesús gladdist mjög við að fá þetta fallega leikfang. Hann fyllti kerruna með sagi og ók henni svo fram og aftur um góJfið í smíðahúsinu. Þegar Jósep var að leggja frá sér verk- færin um kveldið, kom kona í bláurn kjól þjótandi inn í vinnustofuna. »Er vaggan mín tilbúin?« spurði hún. Hún broisti, þegar Jósep gvaraði þessu játandi, og fór glöð með vögguna heim og var að hugsa um litla barnið, sem átti nú að fá að sofa í þessari vöggu». Nú var orðið framoroið og Jesús var orðinn þreyttur. Jósep tók hann þá í faðm sér og bar hann heim. Undir eins, og þeir komu að dyrunum á íbúðarhúsinu renndi Jesús sér úr faðmi hans, og hljóp til móð-

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.