Ljósberinn - 01.03.1941, Blaðsíða 16

Ljósberinn - 01.03.1941, Blaðsíða 16
36 LJÓSBERINN hann þekkir hverja einustu þeirra«. Og Jesús fór aftur að hugsa um allt fólkíð í f jarlægu löndunum fyrir handan hin miklu höf, sem var svo margt, að enginn gat talið það. »En Guð veit, hve margt það er«, hugs- aði Jesús, »og hann elskar hvern einasta mann. Guð er eins og smalinn, sem ég hitti, og sem þekkir allar kindurnar sínar með nafni, og lætur sér annt um hverja ein- ustu þeirra, þó að þær séu svona margar — og hugsar um hverja einustu kind. Föðwrást. Undfr eins og Jesús var ncgu gamall til að taka fullnaðarpróf úr barnaskólanum fór hann að vinna að trésmíði með föður sínum. Stundum fóru þeir saman út í skcginn til þessi að fella stór tré til að simíða úr, og stundum umnu þeir allan daginn í smíða- stofunni. Þeir þurftu að vinna mjög mikið til þess að geta keypt föt og fæði handa öllum yngri drengjunum. Því nú hafði Jesús eignast fjóra yngri bræður, JakoJb, José, Júdas og Símon, og ennfremur nokkrar systur. »Ef þau biðja um brauð, getum við ekki gefið þeim steina«, sagði faðir hans bros- andi einr. daginn, þegar hann var að tala / við Jesúm. Það komu allskonar menn inn í vinnu- stofuna og Jesús hlustaði oft á það, sem þieir voru að tala um við Jósep. Einu sinni kom maður með plóg, sem hann þurfti að láta gera við. Hann hafði verið að þrátta við bróður sinn, og hann stóð lengi við dg sagði Jósep frá því öllu. Og hann tal- aði s,vo lengi, að hann var orðinn ofsareið- ur að lokum, og þegar hann fór út úr vinnu- stofunni ,sagði hann; »ég skal fara með hann, eins cg hann fór með mig, borga honum í sömu mynt«. »Það er til önnur og betri aðferð«, hugs- aði Jesús, á meðan hann var að hlus-ta á mál mannsins. »Það er aðferð Guðsi — vinnubrögð elskunnar«. Þegar búið var að loka smíðastofunni þetta sama kveld,, gekk Jesús aleinn upp á hæðirnar fyrir ofan þonpið. Hann hafði ífarið þangað alla tíð frá því að hann var lítill drengur. Og eftir að hann var nú orðinn fullvaxinn maður, hélt hann áfram að koma þangað, til þess að hugsa og biðj- ast fyrir, því að hann fann, að þar var Guð honum á sérstakan hátt nálægur. Á meðan hann var að ganga upp brekk- urnar og hjallana, fór hann fyrst að hugsa um manninn, sem hafði verið svo reiöur við bróður sinn. Svo fór hann að hugsa um Jósep föður sánn •— hvað hann varð að leggja mikið að sér og vinna mikið til þess að börnunum liði vel, og' hvað hann elskaði öll börnin heitt og innilega. Og svo fór hann að hugsa: »Elska Guðis er eins og elska föður til barnanna sinna. Hann er faðir allra manna. hvar sem þeir eru í veröldinni. Ö, að mennirnir vissu- þetta, og elskuðu hvorir aðra og væru ekki að þessu þrátti og þessum ófriði sín á milli. Það var komið myrkur, þegar Jesús sneri heim. Þegar hann nálgaðist þorpið stóð lítiiðl barn á gatnamótum og hágrét. Þetta litla barn hafði villst og var svo dauðans hírætt — en samt var það ekki langt frá heimili sínu. Jesús beygði sig niður og tók barnið blíð- Jega í faðm sinn og bar það inn í þorpið. Kona kom hlaupandi út úr einu húsinu og Jhorfði upp og niöur eftir götunni. Þeg- ár hún sá Jesúm: með litla barnið hennar í faðminum, brosti hún og hljóp til hans. Tók hún þessu næst litla barnið sitt í faðm Siinn og var þakklát og himinglöð og sýndi þá alla hugs,anlega móðurelsku og blíðu, Á meðan Jesús hélt áfram ferð sinni, hugsaði hann: »Elska Guðs er eins og elska móðíurinnar til barnsins, sem hefir villst og týnzt«. Þetta sama kveld gekk hann upp stein- stigann, sem lá upp á flata þakið á hús- inu. Áður en hann lagðist til hvíldar og fór að sofa, leit hann upp til hins óteljandi stjörnuskara himinsins. »Sá Guð, sem allt

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.