Ljósberinn - 01.03.1941, Blaðsíða 20

Ljósberinn - 01.03.1941, Blaðsíða 20
40 LJÓSBERINN THEÓDÓR ARNASON: YAR DRENGUR i. Hœnmagœzla. Eitt var það mitt skyldustarf, þegar ég var drengur, að hirða um f áein hænsni, sem móðir mín átti. Ég var all-fús. að sinna þessu, því að mér fannst, að mér vera sýnt mikið traust með því. Það var auðvitað brýnt fyrir mér, að mjög væri áríðandi, að þetta væri sam- vizkusamlega af hendi leyst, hænsnunum gefið reglulega, hænsnahúsinu haldið þrifa- legu og hafðar gætur á því, að ekki væri súgur á hænsnunum og að ekki rigndi inn á þaut En þetta gaf mér oft kærkomið til- efni til að nota nagla og hamar, — ég hafði ákaflega gaman af »að smíða«, eins og títt er um drengi, og allt af var ég eitthvað að »klambra« við þennan hænsnakofa. Þetta gekk nú allt prýðilega, þó að fyrir kæmu mistök. En þau voru helzt í því fólgin, að egg vildu stundum ónýtast hjá mér með dálítið leiðum hætti. J2g leit venju- lega inn í kofann, þegar ég átti leið fram hjá honum, og tók þá eggin ef nokkur voru. Það gat þá viljað til, að ég rækist á ein- hvern leikbróður minn, á leiðinni heim að húsjnu, gæf i mér ekki tíma að skila af mér eggjunum ef þau voru fá, t. d. 2 eða 3. Stakk ég þeim þá í buxnavasa minn, ef ég þóttist þurfa að nota hendurnar til ann- ars., Kom það þá fyrir, að ég gleymdi þeim alveg og rankaði ekki við mér fyrr en ég var f arinn að vökna innan klæða, — eggin þá orðin að heldur óþriflegri klessu í vas- anutn. Þetta kom nú ekki oft fyrir, sem betur fór. En mér dettur í hug grát-broslegt atvik um brotin egg, í þessui sambandi. Það gerð- ist þó áður en ég var orðinn það stálpaður. að ég væri búinn að taka við »forráðum« hænsnabúsins. Ég mun hafa verið á sjö- unda árinu. Húsið, sem við áttum heima í, var spöl- korn frá aðal-húsaþyrpingunni eða kaup- staðnum, en þangað sótti ég mikið, því að þar átti ég svo marga leikbræður. Til þess þurfti þói allt af sérstakt leyfi, sem ekki fékkst nema stöku sinnum. Eftir að ég datt í sjóinn, vildi móðir mín helzt vita hvar ég væri. En eitt sumarið brá svo við, að ég gaf ekkert um, að fara »yfir á öldu«, ¦— en þorpið var kallað Alda (= Malar- alda). Svo stóð á því, að einn drengurinn þar átti veturgamlan hrút, sem hann hafði fóðrað heima veturinn áour ,og hafðí hrússi svo ekkert gefið um að fara á fjöll um vor- ið, því að hann var orðinn svo góðu. vanur. Hann gekk á milli húsanna og snýkti vio allar eldhúsdyr og lék sér víð strákana cg var hinn kátasitl. En nú var það svo um mig, að ég var eiginlega hræddur við allar skepnur. Ástæðan var sú, að tveir óþokka- strákar höfðu gert sór leik að því að siga á mig gríðarstórum hundi, sem annar þeirra átti, og ég hafði þá orðið svo- ákaf- lega hræddur, að ég bjó að því lengi. Og nú var ég auðvitað hræddur við þetta hrút- grey. Og það var eins og hann fyndi það á sér, því að hann lét allt af ófriðlega þeg- ar hann kom auga á mig. Hann kom þá venjulega hlaupandi, setti undir sig hausinn og lést ætla að stanga mig. Oftast var þetta nú víst aðeins leikur hjá honum, en það kom þói fyrir að hann réðist á mig, rendi sér á magann á mér og skellti mér og hljóp svo í burtu. En þetta var helzt þegar einhverjir »stóru, strákarnir« voru nálægt. Þeir höfðu einhvernveginn íag á því að æsa hann til dáoa, og skellihlógu svo auðvitað að mér, — en ég sitjandi »flötum beinum« á götunni og venjulega háskæl- findi. Þetta var nú ástæðan til þess að ég gaf ekki um að fara yfir á öldu þetta sumar,

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.