Ljósberinn - 01.03.1941, Blaðsíða 21

Ljósberinn - 01.03.1941, Blaðsíða 21
LJÓSBERINN 41 nema ég þyrfti þess, — og þótti móður minni vænt um. En þá er það einn sunnudagsmorgun, að hún biður mig að skreppa þangað með fáein egg, til vinkonu sinnar. Auðvitað varð ég að gera það og vo.ru eggin látin í leir- s.kál og klút bundið utan um skálina, — klútshornin bumdin saman á víxl og hélt ég um hnútinn. Á leiðinni var ég að hugsa um hrútinn cg vona að hann yrði ekki á vegi mínum, því að ég var nú lika »stíf- puntaður«, og ógaman að láta velta sér í óhreinni götunni í svona fínum fötum. Og ég var farinn að hrósa happi, — ég var hér um bil kominn heim að húsinu, þar sem ég átti að skila eggjunum, og hrússi hafðii ekki sýnt sig., En viti menn, ¦— hann var víst ekki langt undan, því að allt í einu kemur hann dansandi fyrir húsharn. Og í þetta sinn var ekkert hik á honum, því hann rendi sér beint framan á mig, svo að ég tókst á loft, — og það sem fyrst koon niður var eggjaskálin. Henni sló ég svo fast í göt- una um leið og ég settist sjálfur, að hún mölbroitnaði og flest eða öll eggin sem í henni voru. Auðvitað fór ég að skæla, — aðallega yfir eggjunum, því að lítið hafði ég meitt mig. En strákarnir hlógu. Konan sem eggin átti að fá, hafði séð til mín og kom út til þess að hughreysta mig, — og fylgdi mér síðan heim til móður minnar, til þess að hún fengi »rétta skýrslu« um afdrif eggjanna og ég yrði ekki ávítaður fyrir óhappið. En mikið var ég aumur yf- ir þesBu. En nú vík ég aftur að hænsnagæzlunni. Það má allt af búast við því, að einhverj- ar áhyggjur séu samfara ábyrgðarmiklum störfum. Og það var ekki trútt um, að ég hefði talsverðar áhyggjur út af hænsnun- Um mínum. Það var einkum ein hæna, — gul, geðVond og ljót, en ágæt varphæna, sem: oft gerði mér lífið leitt. Hún sóttist mjög eftir að liggja á eggjunum sínum, en henni var ekki leyft það nema stöku sinnum. En hún tók þá bara til sinna ráða. og verpti alls ekki heima hjá sár. Fann hún sér venjulega út fylgsni á hinum ólík- legustu stöðum, og svo var hún slungin, að ég var oft í marga daga að leita þá uppi. Hún sat um færi, að laumast í burtu, þeg- ar enginn veitti henni athygli, eða að hún faldi sig jafnvel strax á morgnana í skurð- um og moldarflögum og hýmdi þar tím- unum saman, en skauzt svo, þegar færi gafst, til sinna eggja og bætti við sig, og svo týndist hún alveg, dögunum saman, lá á eggjunum og bjargaði sér einhvernveg- inn upp á eigin spýtur. E.n ég varð að' leita og Ieita, — og fékk skó'mm í hattinn á hverju kveldi fyrir ódugnaðinn, að finna ekki Ijótu, gulu hænuna. Og þið getið rétt ímyndað ykkur, að mér þótti ekkert sér- íega vænt um hana. Einu sinni sem oftar, er á henni þessi gáll. Hún er búin að vera »að heiman« i marga daga, og ég búinn að leita mig þreyttan. 1 húsinu okkar var prentsmiðja og rit- stjórnarskrifstofa blaðs, sem gefið var út á Seyðisfirði. Þorsteinn heitinn Erlingsson skáld var ritstjóri og var svefnherbergi hans uppi á lofti, — að öðru leyti var loft- ið, þeim. rnegin í húsinu, ekki þiljað, en notað til geymslu á pappír og alls kon- ar skrani, — og þar var kolsvarta myrkur. Og einn daginn sé ég svo ljótu, gulu. hænunni bregða fyrir, — hún var að skjót- ast inn í anddyri prentsmiðjunnar. Ég var spölkorn í burtu, en brá á sprett. En þeg- ar ég kom inn í forstofuna var hænan horfin. Hún hlaut að hafa farið upp á loft- ið, því að stiginn var þarna í forstofunni, og ég fór upp og leitaði lauslega og leit inn í svefnherbergi Þorsteins, því að hurð- in stóð í hálfa gátt, — en þar var engin gu^ hæna sýnileg. Ég fór þá á fund Þorsteins Erlingssonar og spurði hann, hvort hann hefoi ekki orð- ið var við gulu hænuna mína undanfarna daga. Hann svaraði þeirri spurningu ekki, en fór að hlæja, og sagði: »Er hún nú að angra þig enn þá einu sinni, ótætis gula hænan!«

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.