Ljósberinn - 01.03.1941, Blaðsíða 22

Ljósberinn - 01.03.1941, Blaðsíða 22
42 LJÓSBERINN Ég bað þá um leyf i til þess. að meg-a leita rækilega á loftinu og leyfði hann það, en bætti við: »Þú hallar aftur fyrir mig hurð- inni á svefnherberginu, mínu, •— ég trúi að ég hafi skillð eftir opnar dyrnar í morg- un«. Þesisu lofaði ég og skildi það þannig, að hann vildi síður að ég væri að fara þa'ngað inn. Og svo leitaði ég á lcftinu og sneri þar öllu við, sem ég réði við, en fann enga hænuna. Daginn eftir sat ég svo uim þá gulu. Ég þurfti ekki lengi að bíða, hún kom fram á tröppurnar og viðraði sag. Brá sér síðan ofan að læk, sem þar rann skammt 'frá, fékk sér að drekka og fór svo heim að húsinu aftur. Hún hoppaði upp tröppurn- a*", spásseraði síðian inn í anddyrið, — en þær dyr voru allt af opnar á daginn, — og svo tók ég til fótanna á eftir henni. Hún var komin upp í miðjan stigann, þegar ég kom í dyrnar. Leit hún þá við, og mun hafa kannast við þann, sem þar var á ferð, því að hún tók viðbragð og flýtti sér allt hvað af tók upp stigann. Og það stóð heima, að þegar ég kom upp á stigabrúnina var gula hænan að skjótast inn í svefnherbergi Þorsteinsi, — dyrnar voítu opnar, eins og daginn áðuir, — og sú gu!a var að skríða undir rúmið, þegar ég kom inn í herbergið. Ég varð alveg forviða, því að ég þóttist strax skilja, hvernig í öllu lá. Þorsteinn Erlingsson var ákaflega mikill fuglavinur, og nú hafði ljota, gula hænan leitað á hans náðir, hann skilið vandræði hennar og auð^ vítað talið sjálfsagt að liðsinna henni, ¦—• þó að við værum vinir og hann vissi hvaða vandræði þetta bakaði mér. Og þegar ég leit undir rúmið, var sú gula búin að búa um sig í hreiðrinu sínu, — öskjum utan af pípuhatti Þorsteins. Hafði Þörsteinn lagt ullarflóka í botninn á öskj- unum, svo að rétt aðeins sá á hausinn á hænunni, ef hún teygði úr hálsinum, — og nú gerði hún það og hoirfði á mig, hrædd, fen hrcðug sýndist mér hún vera, Vindla- kassa hafði Þorsteinn lagt á hvolf hjá öskj- unum, tiil þess að gera hænunni hægra fyrir að komast upp í hreiðrið sitt. Og vatnskál var þarna á gólfinu (en tóm) og hænsnabygg í annari skál, — allt í lagi! Rétt í þessu kom Þorsteinn upp. »Jæja, ertu bújnn að finna hænuna þína, Tiddi minn! Láttu hana eiga sig. Ég ætla að tala við hana mömmu þína. Það er synd að lofa ekki hænuskömminni að kcona fram ungunum sínum. Og ég hefi gaman af að hafa hana hérna hjá mér«. Og Þorsteinn talaði við mömmu og allt féll í ljúfa löð þeirra á milli um gulu hæn- una. Hún kom fram níu ungum, ¦— en af þeim hóp voru áttcu hanar. Frh. Arkarsmiðirnir hans Nóa. Stúlka nokkur kostaði kapps um að safna fé til krtistniboðs og annarar kristi- legrar starfsemi. En hins vegar lét hún sér í léttu rúmi liggja, þótt hún væri óhlýðin foreldrum sínum eða vanrækti störf sín innan húss; það gat jafnvel komið fyrir, að hún skrokvaði séri til afbötunar, ef hún var of lengi utan heimilis.. Þá var það, að einn af bræðrum hennar lagði fyrir hana þessa spurningu: »Anna mín, hvað varð af arkarsmiðun- um hans Nóa?« Spurningin kom flatt á hana og vissi hún því eiginlega ekki, hverju hún ætti að svara. Hann átti auðvitað við það, að arkar- smiðirnir mörgu hefðu ekki gengið í örk- ina og hefðu, þar af leiðandi druknað í flóðinu. Alveg á sama hátt eru þeir marg- ir, sem taka þátt í kristilegu starfi eða styðja það á einhvern hátt, en ganga ekki sjálfir inn í Guðsi ríki. Fyrir alla slíka mætti að réttui lagi ieggja spurninguna: »Hvað varð. af arkarsmíðUnuin hans Nóa?« Hún er vel fallin til að vekja sam- vizku þeirra, sem byggja sáluhjálp sína á ytri guðsdýrkun einni saman, —

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.