Ljósberinn - 01.03.1941, Blaðsíða 24

Ljósberinn - 01.03.1941, Blaðsíða 24
44 LJÓSBERINN Piltnr eða §túlka Skáldsaga eftir E. Fenmore ANNAR KAFLI. Morguninn eftir var Margrét á ný her- bergisþerna bróður síns. »En hvað það er hlægilegt, Gréta., hvað ég er líkur Elsu«. sagði Stígur kctreskinn og vatt sig allan og sneri sér frammi fyrir speglinum. »Getum við nú ekki leikið á ein- hvern, úr því ég á annað borð verð að leika þennart skrípaleik? Getum við ekki farið í heirnsókn til einhvers?« »Æ, þú getur nú fyrst reynt við Maríu, hún er að leggja á botrðið«. »Það væri ekki svo vitlaust«, sagði Stígur. Þær fóru nú inn í borðstofuna,, þar sem María var að raða diskunum. »Góðian daginn, María!« »Góðan daginn. Elsa«, svaraði María vingjarnlega. »Á ég ekki að hjálpa þér?« Stígur bauð sig fram til að erta Maríu, því að venjulega kærði hún sig ekki um að láta tvíburana vera að »snúast utan um sig«, er hún var að vinnu sinni, en þennan morgun var hún í bezta skapi. »Þakka þér fyrir, Elsa, legðu þá borð- þurrkurnar fram«. »Fípnst þér ekki heldur tómlegt hérna, þegar Stígur er ekki heima?« spurði þorp- arinn litli og lagði þurrkurnar á víxl hægra og vinstra megin við diskana. »Ekki get ég sagt það«, sagði María gamla, »mér finnsit meira að segja, að hér sé svona blessunarlega friðsamlegt og ró- iegt núna«. »tJff, þú yrðir auðvitað himin-lifandi glöð, ef við Stígur værum bæði dauð og grafin«, sagði Stígur gramur. »Hamingjan góða, Elsa, þetta máttu ekki segja. Ef þið aðeins, látið vera að koma inn í borðstofuna, þegar ég er að leggja á borð- ið, — líttu nú á, þarna liggja allar þurrk- urnar skakkt., og þú ert þó telpukrakki, sem síðar meir átt að eignast hús og heimili!« Stígur þaut flissandi út og hljóp beint í fangið á Emmu frænku, sem enn haföi engan grun um, hvernig leikið hafði verið á hana. gtígur fór aftur inn með henni og Mar- gréti og settist til boros, og nú fannst hon- um, að hann væri farinn að kunna vió $ig í dularbúningnum. En rétt í því að hann var að ljúka við að borða, stakk María, höfðinu inn um dyrnar. »Það er drengur úti, sem vill tala við Elsu«. Og að baki henni sáu þau Hinrik Berger, vin Stígs og samherja frá því í gær. Sltíg langaði fyrst til að laumast burtu, áður en kunningi hans kæmi auga á hann; en hann var fljótur að átta sig. Þetta gat orðið enn þá skemmtilegra en að leika á Maríu, .og auk þess hafði Hinrik aðeins séð Bang-telpurnar á götu, og þá með hatt og í kápu. »G6ðan daginn«, sagði Hinrik kurteis- ,lega og var hálf feiminn. »Eg ætlaði eig-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.