Ljósberinn - 01.03.1941, Side 25

Ljósberinn - 01.03.1941, Side 25
LJÓSBERINN 45 inlega að fá að tala við bróður ungfrú- arinnar«. Hjartaó í Stíg hoppaði upp af ánægju! Jæja, Hinrik var þá svona, þegar hann átti tal við »dömur«, . .. það var alveg kostulegt að sjá hann leika kurteisan kampasel. »Já, Stígur er ekki heima«, sagði Elsa loksins og byrgði niðri í sér hláturinn, jiíhann fór með pabba«. Hinrik hringsneri húfu sinni milli hand- anna. »Já, stúlkan sagði þaðj, en mig langaði til að biðja yður fyrir skilaboð til hans, undir eins og hann kemur heim«. »Með mestu ánægju«, svaraði Stígur, er einnig- tók þann kostinn að vera kurteis. »Þakka, ungfrú góð, það er fallega gert ’af yðu,r«. Stígur gat varla varist hlári, en einbeitti samt öllum sínum kröftum og brosti alúð- ’lega ... »Þér vitið víst, að Stígur var hjá mér í gær, og við lékum saman gegn Friðrik- sens-bræðr unum? « »Já, í tennis. Gátuð þið gómað þá?« »Hefir hann ekki sagt yður það?« spurði Hinrik ákafur. Honum fannst allt í einu, að hann væri kunnugur hérna, þar sem me,nn höfðu áhuga fyrir tennis og töluðto um að góma náungann. »Já, ég skal segja yður, að við g'ómuðr um þá!« »En Friðriksiens-piltarnir eiga að vera svo duglegir. Stígur hlýtur-því sannarlega að| hafa orðið að herða sig«. »Jái hann stóð sig ágætlega, jafn ung- ur og hann er«, sagði Hinrik borginmann- lega. »Stígur er jafngamall mér, og ég er nú enginn hvítvoðungur«, sagði Stígur hvefsn- islega. »Eg átti alls ekki við neitt þess háttar«, sagði Hinrik skelkaður, »en einmitt af því hann er svo — svo ungur, gerði hann það alveg- ágætlega. En haldið þér annars, að Stígur geti látið þá fá tækifæri til endur- Á ný varð Margrét að vera herbergisþerna. gjalds á sunnudaginn? Þeir hafa spurt mig um það«. »Þeir skulu svei mér fá endurgjald ... ég á við«, Stígur áttaði sig, — »að bróoír mínn er víst fús til að reyna við þá aftur, en það er nú ekki alveg víst, að þeir fái hefnd. Ég hugsa, að ég geti lofað því fyrir hönd bróður míns, pabbi og hann koma heim á morgun«. »Kærar þakkir, ungfrú Elsa, kærar þakkir«. Hinrik hneigði sig og fór út. Er hann hafði lokað hurðinni á eftir sér, skellti Stígur upp úr og velti sér á legu- bekknum, og hló svo ákaft, að Margrét kom þjótandi inn til hans. »Hefirðu heyrt annað eins?« — Stígur fékk hláturköst á ný, er hann hafði sagt henni frá samtalinu ... »Hann hneigði sig fyrir mér, sem ég er lifandi maður og velti mér hérna, — hann hneigði siig og sagði »ungfrú Elsa«, — og þegar ég hugsa til þess, hve oft hann hefir lumbr- að á mér af öllu hjarta! — Heyrðu Gréta, getum við ekki fundið upp á einhverju fleiru?« »Við getum farið inn til bæjarins með morgunlestinni«,, sagði Margrét, en Stígur þorði ekki að hætta á það. Uss — að ganga

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.