Ljósberinn - 01.03.1941, Blaðsíða 26

Ljósberinn - 01.03.1941, Blaðsíða 26
46 LJÓSBERINN um göturnar í stelpufötum — nei, þakka þér nú fyrir! Þau komu sér því saman um að setjast 'út í garðinn og lesa fram að hádeginu. Stígur og Elsa voru algerlega sammála um bækur ... og undanfarið höfðu þau einmitt verið að lesa »Valsvæng« saman, og Stígur hafði verið að leita að honum allan morguninn. Hann þóttist viss um, að Elsa hefði stungið bókinni í ferðatösku sína til þess að hafa eitthvað að skemmta sér við ... en hann var göfuglyndur og fyrirgaf henni þetta, er honum varð hugs- að til þess, að hún hefði nú eiginlega bor- ið járn fyrir hann. »Lítt' á hérna er falleg bck og ágætlega við smátelpuhæfi«, sagði Margrét og lagði litla skrautbundna bók í fangið á Stíg. »Hvaða herjans bull er þetta?« sagði hann bálvondur, er hann las nafnið á bók- inni »Litla Imnbið. Saga handa smátelp- um,. eftir Lísu frænku«. »Þetta er ágæt bók«, sagði Margrét ertn- islega, en varð í sama vetfangi að bera báðar hendur fyrir höfuð sér, því að Stíg- ur henti bókinni í hana, gaf henni langt nef og þaut burt, svo að kjóllinn þyrlaðist um fæturnar á honum. Systir hans, hljóp á eftir honum, en náði honum ekki fyrr en í útidyrunum, en þar kom María blaðskellandi á móti þeim. »En það útlit á ykkur«, sagði hún, »far- ið þið nú inn og greiðið ykkur og dubbið ykkur dálítið upp. Frænka ykkar, etats- ráðsfrúin, er komin, hún er inni í dagstof- unni hjá ungfrúnni«. »Gréta«, sagði Stígur, »hvað í ósköpun- u,m vill Júlla frænka hingað? Hefirðu nokkra hugmynd um það!?« »Ekki minnstu vitund«, svaraði Margrét, »en beinasta léiðin til að komast að því er að fara inn í stofu, komdu, nú!« »Þetta lízt mér ekki á«, sagði Stígur og labbaði inn á eftir systur sinni. Þau hittu báðar frænkurnar niðursokkn- ir í trúnaðarmál. Stígur gerði glæsilega hnjábeygingu, sem hann hafði æft sig í, meðan Margrét var að greiða honum, og hafði það ekki ibætt úr hárgreiðslunni. Júlla frænka, etatsfrú Gregers var h.á og fönguleg kona, búin samkvæmt nýj- ustu tízku, fjörleg og mælsk.. Hún faðmaði að sér báolar litlu frænk- ur eínar, hló að stuttu, lokkunum á Elsu, togaði í þá og sagði, að þeir færu henni Ijómandi vel. Því næsit fór hún og Emma frænka ao spjalla um kjóla, en allt í einu sagðl Júlla frænka: »En heyrðu, Emma, þú ert ekki búin að segja systrunum, hvers vegna ég sé komin«. »Nei, það segirðui alveg satt, góða Júlía! Hugsíð ykkur bara, Júlía frænka ætlar að taka ykkur með sér í eftirmiðldag og hafa ykkur hjá sér í heila viku og sýna ykkur alla dýrð börgarinnar. Það er þó leiðinlegt, að| Gréta skuli ekki geta farið líka«. Stígur og Gréta litu skelkuð hvort á ann- að. Loksins sagðíi Gréta: »Þakka þér kær- lega fyrir, Júlía frænka, það var fallega gert af þér að hugsa til okkar, en eins og Emma frænka hefir víst sagt þér, þá á ég von á skólasystur minni, sem á að vera sumargestur okkar«. »Já, en það var annars leiðinlegt. Ég verð þá að láta mér nægja Elsu. Svo send- ir Emma frænka Stíg til okkar, þegar hann kemur heim: á morgun með bróður mínum«. Stígur mændi bænaraugum á systur sína, »Já, en Júlía frænka«, sagði Margrét, »gæti ekki Stíg... Elsa beðið, þangað til Stígur kemur á morgun, það væri betra, að þa,u yrðu samferða«., »Néi, góða mín, nú hafa þau Páll og Dóra hjakkað svo til, að þú kæmir, sem ert jafnaldri þeirra, og svo ætti ég að koma, tómhent heim aftur •— nei, þá verð ég nú sannarlega að fá Elsu með mér. Frænka þín hefir lofað að senda Stíg á eftir hinn daginn, og svo stór piltur get- tir eflaust farið einsamall«. »Ég held nú samt, að það væri bezt, að ég biði eftir Stíg«, sagði umskiftings-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.