Ljósberinn - 01.03.1941, Blaðsíða 27

Ljósberinn - 01.03.1941, Blaðsíða 27
L JÓSBERINN 47 tvíburinn með vanlræða þrákelkni. »Það er skemmtilegra að ferðast tvö saman«. »Er það ekki allt eins skemmtilegt að ferðast meði mér?« spurði etatsráðsfrúin dálítið óþolinmóð. >.Það væri sorg'legt, að frændi ykkar og frænka skyldu verða fyr- ir algerðúm vonbrigðum, qg þar að auki er búið að panta vagninn klukkan 2«. »Já, en svoi snemma get ég ómögulega verið tilbúin, það er af og frá. Ég þarf aö •ganga frá ...« i»(M!aría er búin að því«, sagði Emma frænka hughreystandi. »Júlía frænka kom. rétt þegar þið vcruð nýfarnar út í garð- inn; þú ert snotur í nýja skólakjólnum þínum og getur farið í honum, og þá þarftn ekjkert annað en að setja á þig hattinn cg fara í hanzkana, þegar vagninn kemur«. Stígur var í þu.ngu skapi, en sagði þó ekkert, og frænkurnar voru svo niður- sokknar í samræður sínar, að þær gáfu engan gaum að hvísli barnanna;. Lcksins fóru þau bæði út úr stofunni. Meðan konurnar voru að bíð'a eftir vagn- inum, sagði etatsráðsfrúin: »Heyrðu, Emma. mér finnst endilega, að Elsa li.tla sé þögulli og stilltari núna en venjulega. Hún er þó vonandi frísk, bless- að barnið?« »Já, ekki veit ég betur«, svaraði Emma frænka annars hugar. Og því miður — Júlía frænka átti nú brátt að komast að raun um, aði litlu, elsku frænku hennar skorti, ekki agnar ögn, hvorki upp á fjör né heilbrigoi. »Gréta, Gréta, hvað eigum við annars til bragðis að taka!« sagði Stígur, undir eins og þau systkinin voru orðin einsömul. »Hefirðu heyrt annað eins? Hvern skoll- Iknn á ég að gera til Kaiupmannahafnar í þessum steikjandi hita?« »Uss, talaðu ekki svona hátt, strákur«, sagði Gréta í aðvörunarróm, »þær geta heyrt til okkar. Ég býst við, að Páll o.g Dóra séu. að sálast úr leiðindum yfir því að vera ekki úti í sveit í sumar. Frænka hqfjr sem sé fengið þá flugu í höfuðið, að Stígur akellti upp úr og velti. sér i legubekknum. fara með þeim þangað í haust. — En nú verðum við að bíta á jaxlinn og herða upp hugann og reyna að þrauka til leiksloka! En þetta er alveg hræðilegt, og svo get ég ekki einu sinni farið með þér til að passa upp á þig! Þú verður sannarlega að gæta þín vel, Stígur, en það' er nú annars tími þangað til annað kvöld«. »Já, þakka þér bara fyrir! Hvað ætli þú segðir um það, að ganga í buxum og með sf.rákanúfu í tvo daga?« »Já, vesalings Elsa!« sagði Gréta og and- varpaði. »Hvernig- skyldi henni ganga núna?« »Já, það er satt«, varð Stígur að játa. »,hún situr líka .fallega í því! Þetta er, svei mér, dálaglegt, Gréta!« »Já, hverjum skyldi það vera að kenna, Stígur?« »H!altu þér bara saman, Gréta, það er meira að segja gott, að þú átt ekki að fara með mér, því þá hefðirðu eflaust rek- ið í mig fæturna í sífellu eins ólg í gær. svo að ég hefi eintóma marbletti á leggj- unum. Þú ættir bara að sjá, hvað þeir eru fallega flekkóttir«. »Bullaðu nú ekki allt of mikið, en gáðu nú vel að þér — •— og — Stígur, það er nú samt voða skemmtilegt! Og svc. er nú öllu þesgu lokið annað kvöld«. »Lokið! Já, ef pabbi er ekki búinn að

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.