Ljósberinn - 01.03.1941, Qupperneq 29

Ljósberinn - 01.03.1941, Qupperneq 29
LJÓSBERINN 49 Drengilega gert. Einu sinni voru hjón, sem áttu eplagarð, log’ á haustin seldui þau mikið af eplum og höfðu því dálitlar tekjur. Þau voru bæði orðin gömul, og þessir eplapeningar vorui eiginlega aðaltekjurnar þeirra. Fyrir þá keyptu þau sér dálítinn matarforða til vetrarins. En í nágrenni við þau voru nokkrir drengir, sem lögðui það í vana sinn að ræna eplum úr garðinum þeirra. Og' af því þau voru svo gömul og mjög farið að föriasit sjón, þá gátu, þeir svo vel farið í kringum þau og rænt eplum þeirra. Þau vissu ósköp vel, aðl þeir gerðu þetta og þekktu drengina, en þau vildu heldur líða skaðia, hn kæra þá fyrir lögreglunni. Svoi bar það til einn dag, að foringi drengjanna, sem hét Hinrik, íékk á óvænt- an hátt samvizkubit af þessu háttalagi þeirra og nú skuluð þið fá að heyra, h,vern- \ig það atvikaðist. Hinrik var náttúrlega það sem maður kallar götustrákur. En hann var tápmik- ill, snarráður og gekk með dugnaði að því, sem hann tók sér fyrir hendur. Það var því eðlilegt, að kaupmaðturinn í þorpmu sneri sér til hans, þegar hann þurfti að láta fara í sendiferðir eða eitthvað því um Jíkt, og óvenjulega mikið var að gera. Svoi var það laugardagskvöld eitt, síðla sumars,, að Hinrik var kvaddur til sendi- ferða hjá kaupmanninum. Hann átti að sendast með vörur til ýmsra í þorpinu og þar á meðal voru gömlu hjónin. Hann var rétt að því kominn að drepa á dyr, er hann sá að hurðin var í hálfa gátt og hann heyrði að1 gömlu hjónin voru að tala samr an. Um hvað voru þau aði tala. Það væri gaman að heyra það! Hinrik heyrði, að gamli maðurinn sagði: »Nú eru eplin okkar að verða fullþrosk- uð. En ég óttast, að drengirnir ræni meira af þeim en í fyrra. Aðeins að þessi börn athuguðu það, hve mikið tjón þau gera okkur með því að ræna okkur eplunum, sem eru aðal-tekjugrein okkar. Svo bæt- isit það líka ofan á, að ég er orðinn svo slæmur af gigtinni, að ég get ekki tínt. eplin sjálfur, og þarf að fá aðfra til þess, og það rýrir tekjur okkar líka. Ó, að Drott- inn vildi nú blása drengjunum því í brjóst, að láta eplin okkar í friði, og svo að ein- hverjir góðhjartaðir menn vildu tína þau fyrir okkur, okkur að kostnaðiarlitlu. Við myndum láta nokkur epli í ómakslaun«. Hinrik fékk ákafan hjartslátt, þegar hann heyrði þetta. f eðli sínu var hann ekki slæmur drengur, en hann var mikið fyrir ævintýralífið gefinn, og mikið þess vegna gaf hann sig athugunarlaust í ýms ævintýri, og sakir þess hvað hann var dug- legur, þá var hann allt af sjálfsagður for- ingi. -— Nú varð hann að drepa á dyr. Gamli maðurinn kom til dyra og bað hann að koma með vörurnar inn í eldhúsið og sýndi honum, hvar hann ætti að láta þær, og svoj gaf hann 'honum fáeina aura í óimakslaun og kvaddi hann vingjarnlega. Nokkrir dagar liðu cg eplin voru orðin fullþroskuð. Þann tíma hafði Hinrik nptað til þess að tala við félaga sína, sem óneit- anlega urðu allmikiö undrandi yfir því, hvernig hann nú leit á málin. Nú barst ekki talið að því, hvernig bezt yrði náð í sem mest af eplunum í garði gömhii hjón- anna, heldur ræddi hann nú um það við þá, að' nú skyldu þeir allir vera samtaka í því að hjálpa gömlu hjónunuim að tína eplin og það skyldu þeir gera án endur- gjalds. Þeir væru búnir að valda svo mikl- um skaðá, að þeim bæri nú. að sýna lit á að bæta það. Já, svo skyldu þeir setja eplin í kassana fyrir gömlu hjónin og aka þeim út um þoirpið til kaupendanna. Þess- ar fögru og göfugu hugsjónir sínar útmál- aði hann með svo miklum f jálgleik, að hann vann alla drengina á sitt mál, og gam- þykkt var síðan meðí öllum greiddum at- kvæðum að gera sem foringinn vildi. Gömlu hjónin urðu heldur en ekki hissa, þegar drengirnir koimu og buðu þeim að tína eplin af trjánum. Slíkt tilboð kom

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.