Ljósberinn - 01.03.1941, Blaðsíða 30

Ljósberinn - 01.03.1941, Blaðsíða 30
50 L JÓSBERINN Náhvnlur. 4% m. þar að auki tcinnin 2—2% m. Köldustu höf Norðurhvelsins víðast kringum heimsskautið. þeim á óvænt. En drengirnir litu mjög ráð- vandlega út, þó fortíðin væri þeim ekki beinlínis til meðmæla. »Mér viroist sem hér séu komnir sömu drengirnir, sem að! undanförnu hafa stolið eplunum af trjánum mínum«, mælti gamli maðurinn. »Og nú komið þið svo elskulegir í viðmóti og bjóðið mér að hjálpa okkur vi'ð að tína eplin. Við skiljum þetta ekki«. Drengirnir voru undir það búnir, að eitt- hvað Hkt þessu yrði við þá sagt. Þeir ját- uðu því þarna afbrot sín og báðu gömlu hjónin innilega að fyrirgefa sér, og ítrek- uðu| að því búnu erindi sitt. »Jæja þá, drengur minn«, sagði gamli maðlurinn. »Ég tek tilboði ykkar. En ég get ekkert hjálpað ykkur, því gigtin er adveg að fara með mig. Eg treysti því að þið gerið þetta nú vel og trúlega«. — Það var eins og einhver efi hreyfði sér hjá hon- um; hann skildi ekki þessa snöggu hugar- farsbreytingu. drengjanna. — En svo minntist hann þess, að hann hafði beðið Guð að senda sér hjálp til þess að fá epl- in tínd — og var Guði nokkuð ómáttugt? Hann kinkaði kolli vingjarnlega til drengj- anna og óskaði þeim allrar hamingju í starfinu. Gömlu hionin siátu við gluggann sinn og fylgdust með starfi drengjanna. Stiga höfðu þeir haft með sér og það gekk bæði fljótt og vel að tína eplin og koma þeim fyrir í kössunum. Það var falleg sjón að sjá þessi blóð- rauðu, velþroskuðu epli vel niðurröðiuð í hreina og snotra kassana. Það var reglu- lega falleg uppskera. Gamli maðurinn kall-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.