Ljósberinn - 01.03.1941, Blaðsíða 31

Ljósberinn - 01.03.1941, Blaðsíða 31
LJÓSBÉRÍNN 51 Fátæka telpan. Pað var ósköp kalt, enda var komið fram á vetur. Pað var líka versta veður, cg engir fóru út, nema þeir, sem höfðu áríðandi er- indi. Fáförult var því í borginni. Par sem Langagata og Breiðagata mæt- ast stóð lítil telpa. Hún akalf af kulda. Kjóllinn hennar var þunnur og rifinn. Telp- an var á níunda ári. Hún leit á þá fáu, sem fram hjá fóru o.g kallaði: »Kunningi á tvo aura«. Nokkrir gengu þar fram hjá, en þeii litu ekki á litlu stúlkuna og vildu ekki kaupa »kunningja«. Loks. kom gömul kona og gekk fram á litlu telpuna, þar sém hún stóð kallandi og rétti fram blaðið. Hún bað gömlu konuna að kaupa af sér blaðið. En rétt í því missti gamla konan böggu.1 úr pjönkum sínum. Telpan flýtti sér að taka hann upp og rétti konunni hann. »Þakka þér fyrir, barnið mitt«, sagði gamla kpnan mjög góð'lega. aðí á konu,' sína til þessj að sjá uppskeruna og þau tárfeldu af gleði. Verzlunin gekk í bezta máta. Eftir nokkra daga voru öll eplin seld, cg Hinrik, sem hafði í þessu sem öðru alla forystu á hendi, kom> til þess, að »gera upp« reikn- ingana. Það var falleg fjárupphæð, sem hann lagði í lófa gamla mannsins fyrir seldu eplin. Og þegar hann ætlaði að borga Hinriki fyrir hjálpina, sagði hann, að þeir tækju enga borgun, því þeir væru aðeins að bæta þann óírétt, sem þeir hefðu í frammi haft við þau. »Guð blessi ykkur alla, kæru drengir«, sagði gamli maðurinn klökkur. »Ef þið temjið ykkur guðsótta og góða siðu, og grandvart líferni, leitandi trausts hjá Drottni á íreistinganna stundum, þá get- ið þið verið þess fullvissir, að líf ykkar verður gleðiríkt og þið verðið í orðsins beztu merkingu gœfumenw, Lausl. þýtt úr »Kirkeklokken«. Hún ætlaði að halda áfram leiðar' sinn- ar, en þá heyrði hún, að telpan fór að gráta. »Hvers vegna grætur þú, litla stúlka?« spurði gamia konan. Hún virti telpuna ná- kvæmlega fyrir sér. »Þér er líklega kalt, auminginn. Hví grætur þú? Hvað gengur að þér?« Gamla konan leit framan í telpuna. Hún hafði grátið. »Ég er dæmalaust svöng, en það er nú ekkert. Mest kvíði ég fyrir að koma heim«. »Hefir þér orðið eitthvað á heima? Hef- ir þú nokkuð gert af þér«. »iNei, nei, en ég hefi ekki selt nema tvo Knmningja, og það er ncg til þess að; stjúpa mín bæði ber mig og smánar mig«. »Hvar á hún heirna?« »Hún á heima í Miðgötu 90 á kvistinum bakdyramegin«. »Eg ætla þá að fylgja þér heim og biðija. stjúpu þína að láta þig gera eitthvað, sem er þér hollara og gefur meira af sér«. »Æ, það er svo> dæmalaust ömurlegt heima, ég get ekki komið heim. Ég vildi að ég væri dáin, eins og Öli og Nanna«. »Segðu þetta ekki, barnið mitt, við f áum að deyja, þótt við óskum þess ekki. Guð hjálpar þér, vesalingur litli, ef þú treystir honum og reynir að vera gcð stúlka. Komdu nú heim til þín með mér«. Heima hjá litlu stúlkunni var ófagurt. Herbergið var lítið. Öþrifnaðurinn var ein- valdur í kytrunni. Hálmflet var inni. Yfii1 því var ábreiðuslitur. 1 fletinu lá kvendi eitt og hraut. Hún hélt á brennivínsflösku í hendinni. Hjá fletinu lá stóll á hliöinni. Hjá honum stóð koffort. Á því voru blaut- ar gólftuskur, ostbitar, prjónaföt, blað- sneplar, smjörlíki og grautarslettur, kert- isstúfur í ölflösku og nokkrar eldspýtur. I hoirninu frammi við dyrnar lá fata og klárubrpt. Loftið í herberginu var rakt og kalt. öþefurinn var óþolandi. Gamia konan hrökk við, þegar hún opn- aði og leit inn. Henni hvarflaði í hug, hvort ómögulegt væri að útvega l.itlu telpunni

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.