Ljósberinn - 01.03.1941, Qupperneq 31

Ljósberinn - 01.03.1941, Qupperneq 31
LJÓSBJBRINN 5! Fátæka telpan. Pað var ósköp kalt, enda var komið fram á vetur. Það var líka versta veður, Dg engir fóru út, nema þeir, sem höfðu áríðandi er- indi. Fáförult var því í borginni. Þar sem Langagata og Breiðagata mæt- ast stóð lítil telpa. Hún skalf af kulda. Kjóllinn hennar var þunnur og rifinn. Telp- an var á níunda ári. Hún leit á þá fáu, sem fram hjá fóru og kallaði: »Kunningi á tvö auira«. Nokkrir gengu þar fram hjá, en þeir litu ekki á litlu stúlkuna og vildu ekki kaupa »ikunningja«. Lcks. kom gömul kona og gekk fram á iitlu telpuna, þar sem hún stóð kallandi og rétti fram blaðiö. Hún bað gömlu koinuna að kaupa af sér blaðið. En rétt í því missti gamla konan böggul úr pjönkum sínum. Telpan flýtti sér að taka hann upp og rétti konunni hann. »Þakka þér fyrir, barnið mitt«, sagði ■ gamja kpnan mjög góoíega. aöi á konu sína til þessj að sjá uppskeruna og þau, tárfeldu af gleði. Verzlunin gekk í bezta máta. Eftir nokkra daga voru öll eplin seld, cg Hinrik, sem hafði í þessu sem öðru alla forystu á hendi, kom. til þess, að »gera upp« reikn- ingana. Það var falleg fjárupphæð, sem hann lagði í lófa gamla mannsins fyrir seldu eplin. Og þegar hann ætlaði að borga Hinriki fyrir hjálpina, sagði hann, að þeir tækju enga borgun, því þeir væru aðeins að bæta þann órétt, sem þeir hefðu i fram-mi haft við þau. »Guð blessi ykkur alla, kæru drengir«, sagði gamli maðurinn klökkur. »Ef þið temjið ykkur guðsótta og góða siðu, og grandvart líferni, leitandi trausts hjá Drottni á íreistinganna stundum, þá get- ið þið verið þess fullvissir, að líf ykkar verður gleðiríkt og þið verðið í orðsins beztu merkingu gæfumenmc. Lausl. þýtt úr »Kirkeklokken«. Hún ætlaði að halda áfram leiðar sinn- ar, en þá heyrði hán, að telpan fór að gráta. »Hvers vegna grætur þú, litla stúlka?« spurði gamia konan. Hún virti telpuna ná- kvæmlega fyrir sér. »Þér er líklega kalt, auminginn. Hví grætur þú? Hvað gengur að þér?« Gamla konan leit framan í telpuna. Hún hafði grátið. »Ég er dæmalaust syöng, en það er nú ekkert. Mest kvíði ég fyrir að koma heim«. »Hefir þér orðið eitthvað á heima? Hef- ir þú nokkuð gert af þér«. »Nei, nei, en ég hefi ekki selt nema tvo Kunningja, og það er nóg til þess að stjúpa mín bæði ber mig og smánar mig«. »Hvar á hún heirna?« »Hún á heima í Miðgötu 90 á kvistinum bakdyramegin«. »Eg ætla þá að fylgja þér heim og biðja stjúpu, þína að láta þig gera eitthvað, sem er þér hollara og gefur meira af sér«. »Æ, það er svo dæmalaust ömurlegt heima, ég get ekki komið heim. Ég vildi að ég væri dáin, eins og Öli óíg Nanna«. »Segðu þetta ekki, barnið mitt, við fáum að deyja, þótt við óskuni þess ekki. Guð hjálpar þér, vesalingur litli, ef þú treystir honum og reynir að vera gcð stúlka. Komdu nú heim til þín með mér«. Heima hjá litlu stúlkunni var ófagurt, Herbergið var lítið. Öþrifnaðurinn var ein- valdur í kytrunni. Hálmflet var inni. Yfii- því var ábreiðuslitur. 1 fletinu lá kvendi eitt og hraut. Hún hélt á brennivínsflösku í hendinni. Hjá fletinu lá stóll á hiiöinni. Hjá honum stóð koffort. Á því voru blaut- ar gólftuskur, ogtbitar, prjónaföt, blað- sneplar, smjörlíki og grautarslettur, kert- isstúfur í olflösku og nokkrar eldspýtur. I horninu frammi við dyrnar lá fata og klárubrot. Loftið í herberginu var rakt og kalt. Öþefurinn var óþolandi. Gamla konan hrökk við, þegar hún opn- aði og leit. inn. Henni hvarflaði í hug, hvort ómögulegt væri að útvega litlu telpunni

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.