Ljósberinn - 01.03.1941, Page 32

Ljósberinn - 01.03.1941, Page 32
52 LJÓSBERINN betra heimili. Hún gekk inn til konunnar, þar sem hún svaf. Hún ýtti við henni og reyndi að vekja hana, en það var ekki hægt. Eftir margar tilraunir hætti hún. Hún öneri við fram að dyrunum; þar stóð telp- an. Það var eins og hún væri gestur og áhangandi gömlu konunni. »Það er bezt, að þú komir og scfir heima hjá mér í nótt«, siagði gamla kcnan. Allt andlit telpunnar ljómaði af fegin- leik. Gleðin glitraði í augum hennar. »Já, þakka yður fyrir, já, ég skal koma m.eðl yður og vera í nótt.. Við skulum flýta okkur«. Telpan skauzt inn og hrifsaði nokkrar námsbækur með sér, sem lágu á gólfinu. Hún tók líka svuntu, sem hékk á þilinu. Svo opnaði hún hurðina og skotraði aug- unum flóttalega til stjúpu sinnar. Gamla konan tók nú í hönd telpunnar og leiddi hana niður stigana. Þeir voru óhreinir og hver öðrum verri. Á næstu hæð fyrir neðan bjó Pétur Páls,- son. Þangað fór gamla konan. Hún bað hann að gera svo vel og fara upp til stjúp- unnar um kvöldið og segja henni að Emma litla væri hjá sér. Hún rétti honum nafn- spjald sitt og bað hann ennfremur að skila til stjúpunnar aðí vitja telpunnar milli kl. 9—11 daginn eftir. Nú gengu þær heim til gömlu konunnar. Litla stofan hennar var snotur. Emmu þótti hún vera konungsbústaður. Alls stað- ar mátti setjast. Alls staðar mátti koma við, Það mátti velta sér hvar sem var í stofunni. Allt var fágað. En ekki voru húsakynnin stór, þó hlýleg væru. Það mátti heita að ekki væri hægt að s,núa sér við í stcfunni. Litla stúlkan kunni sér ekki læti. Á svona heimili hafði hún aldrei fyrr átt kost á að scfa. Gamla konan fór úr yfirhafnarfötum sjnum og færð'i telpuna úr vosklæðunum og vafði hana inn í ullarábreiðu. Það var sól og hlýja í stofunni, þótt kom- ið væri kvöld. Ylgeislar stöfuðu. úr andliti gömlu konunnar og af henni lagði hlýju. Hún hljóp um eins og hún væri ung. Hún hitaði teið, lagði dúkinn á borðið, smurði brauðið og kom með diskana, Á borðinu stóð lampi Oig lýsti vel. Gamla konan sett- i,st niður og hellti í tebollann sinn og annan handa fósturbarninu sínu. »En hvar er nú litla lambið?« sagði gamla ko.nan við sjálfa sig. Hún sá ekki telpuna. Hún hafði skriðið' í teppinu niður úr legubekknum og aði hærri enda hans,. Þar lá hún á grúfu. »Æ, hún hefir verið orðin örmagna af þreytu«, hugsaði gamla konan, »hún er sofnuð þar:na«. Hún tók ábreiðuna ofan af Emmu og ýtti: við henni. E'mma gegndi ekki. Gamla konan heyrði ekka. »Hvað er er þetta«, hugsaði hún. Hún sá að Emma lá þarna á bæn cg grét. Gamla konan hlu.st- aði. Emma bað og sagði: »Guð! Almáttugi Guð! Lofaðu mér aðí vera hérna, ekki að'eins í nótt, heldur á meðan ég lifi, góði Guð, gerðu þaði fyrir mig að lofa mér að vera hérna. heyrirðu ekki til mín, góði Guði? Eg vil ekki fara, ég get ekki farið aftur«. Gamla konan komst við. »Guð blessi þig, barnið mitt.«, sagði hún, »ha,nn hefir heyrt bæn þína, þú skalt fá að vera hérna, á meðan ég lifi«. Emma stóð upp, tók höndum um háls gömlu konunnar og kysti hana. Gamla konan vafði um hana ábreiðunni og setti hana hjá sér í legubekkinn. Emrna hristi Ijósu hárlokkana frá and- liti sér. Hún hallaðist að vanga gömlu kon- unnar og faldi hvíta hönd sína í hélugráu lokkasafni gömlu, konunnar. 1.—2., 3., 4. og 5. tbl. úr síðasta árg. (1940). Þeir útsölumenn, semkynnu að hafa eitthvað af þessum blöðum afgang8 eru beðnir að endursenda þau til afgreiðslu blaðsins.

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.