Ljósberinn - 01.03.1941, Síða 33

Ljósberinn - 01.03.1941, Síða 33
LJÓSBERINN 53 SIÍRlTLUR L.eikið á kisu Hænumamma var úti á gangi með ungunum sínum. Allt í einu kom kisa hlaupandi. Hænu- mamma hjeypur þá með ungana niður að læknum til pelikanans. Peiikaninn opnar í flýti stóra munninn sinn og lætur ungana hlaupa upp í hann. bakið á honum, og' svo syndir hann með þau yfir lækinn. Myndirnar eru teiknaðar af Sverrir Þ. Arnkelssyni, 13 ára. Prestur: »Er maðurinn yðar 1-eglumaður?« Kona: »Já, það held ég nú«. Prestur: »En þó er það almæli, að hann drekki daglega,«. Konan: »Já, en hann víkur aldrei frá þeirri reglu«. Bindindismaður nokkur ætlaði að reyna að gera kærulausan og léttúðugan ungling, sem hann þekkti, að bindindismanni. Hann iét hann ganga í félag með sér, en pilturinn rauf heitið og var kasrður fyrir hvað eftir annað. En kisa stóð vandræðaleg eftir á bakkanum, og þorði ekki að synda yfi,r lækinn. •— og nú var hænumamma og ungarnir úr allri hættu. — Loks þrauí þolinmæði bind- indismannsins og hann Siagði við piltinn: »Mér er ómögulegt að bjarga þér> — þú ert svo kæru- laus«. Þá svaraði ungi maöurinr með glettnisbros á vörum: »Það er nú helzt að segja að ég sé kærulaus, — ég, sem hef fengið fimm kæru.r!« Maður nokkur, sem stamaði, kom í búð, og ætlaði að kaupa lagköku. Maðurinn: »Ég ætla að fá la la-la-lara-a,-la-la: — —« Afgreiðslustúlkan: »Þér hafið villst; söngkennarinn býr i næsta húsi«. Kennarinn: »óli minn, teldu nú fyrir mig«. óli: »Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm, sex, sjö, átta, níu, tíu«. Kennarinn: »Já, og áfram«. óli: »Gosi, drottning, kóngur«. Jón: »Hundurinn þinn var að spangóla í alla nótt og geri hann það í þrjár nætur, þá boðar það feigð«. Árni: »Hver heldurðu að deyi?« Jón: »Hundurinn«. Vinnukonan (við prófessor, sem liggur veikur): »Læknirinn er komi.nn«. Prófessorinn (viðutan): »Ég get ekrni talað við hann í dag; segið honum, að ég liggi veikur«.

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.