Ljósberinn - 01.04.1941, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 01.04.1941, Blaðsíða 8
64 LJÓSBERINN væri mikii og' sár, sagoi Kann: »Grátið ekki yfir mér! Grátið heidur yfir sjálfum yður og börnuíril yðar. Peir dagar munu koma, að menn munu segja við fjöllin: Hrynjið yfir oss: Og við hæðirnar: Hyljið oss! Því að sé þannig farið með hið skrúðgræna tré, hvað mun þá verða gert við það, s,em skrælnað er?« Nú undraðist Símon stórum: »Hann er sennilega spámaður, þessi maour«, hugsaði hann með sér. Og hann sá hvernig farið hafði um greinarnar, sem á götunni lágu. En með fram veginum voru skrúðgræn ak- asíutré, með stóra, gullna blómiknappa, sem teygðu háar tignarlegar krónur gegn heið- bláum vorhimninum. En Símbni fannst, sem aldrei hefði hann augum litið fegurri né tignarlegri stofn en einmitt þennan smá- vaxna og fíngerða mann, sem gekk þarna á undan honum á veginum, með þyrnikórónu á höfðinu. Því að þegar .rnaðurinn sneri ,sér við, hafði Símon séð greinilega andlits- drættina. Og þó að andlitið væri að vísu af- myndað af þjáningum og hryggð, þá mátti þó lesa í raunalegu augnaráðinu ástúð og angurblíðu, s,em bar þess ótvírætt vitni, að hann væri góður maöur. Og þrátt fyrir alla niðurlæginguna, bar hann sig svo höfðing- lega, semí væri hann konungur í dulargerfi. Og Símoni var það nú ánægja að bera krossinn, og hann rétti úr sér. Honum fannst það heiður að vera krossberi fyrir þennan mann. »Eg skal bera krosainn fyrir þig alla leið, vesalingur«. Og þá nam þessi einkennilegi maður stað- ar andartak og hvíslaði einhverju að Sím- oni. Ég veit ekki, hvað það var, sem hann sagði við hann; enginn heyrði það held- ur nema Símon, og hann sagði það aldrei nokkrum rnanni. Það er þess vegna ekki hægt að segja neitt um þao. Ég hvorki get nérvil geta neins til um, hvað það var, sem þessi dauðadæmdi maður, saml göfugastur hefir verið allra manna, hvíslaði að einstök- um sálum. Og þó að hann hafi hvíslað ýmsu Blessun fjórða boðorðsins Þegar Geoirg Washington, fyrsti forseti Banidaríkjanna, var 13 ára, þá vildil hann, eins og svo margir áðrir ungir piltar, veröa farmaður og gerast sjóliðsforingi. Móðir hans var því mjög mótfallin, en vildi ekki sylnja honum um það meol öllu, þó að hún víjdi helzt að hann sæti heima. Honum bauóst sú staða að gerast nýliði á herskipi og broittfarardagurinn var ákveðinn, og ferðakistan borin út; gekk Georg þá inn til móðlur sinlnar til að kveðja hana. Hann hitti hana þá grátandi. Þá var honum nóg boðið. Hann gerði þá þau, boð, að ferðakistuna skyldi bera inn aftur. Hann vildi ekki sundurmerja hjarta mcð- ur sinnar með eigingirni sinni. Þegar móðir hans frétti þetta, þá sagöi hún: »Guð( hefir heitið þeim blessun, sem heiðra foreldra sína og hann mun áreið- anlega launa þér það, sem þú hefir gert«. Og nú vita allir, að þaðl rættist. að rníér, þá er það þó aldrei það sama, og verður líka leyndarmál. En þennan morgun skildi Símcin frá Kýr- eneu merkingu spádómsins: »Þú munt verða að bera þungá byrði einhverntíma, en síðan mun byrðin bera þig!« Því að hann bar krosis frelsara síns, fyrst nauð- ugur, en síðan með ljúfu geði. En síðan bar krossinn hann og allar æskusyndir hans, það sem eftir var æfinnar. Og þarna fann hann þá líka hamingj- una, í þessari ferð sinni til borgarinnar, þó að hún væri í annari mynd en hann hafði hugsað sér. En Símon og synir hans báðir, Alexand- er og Rúfus, komu síðan mikið við sögu hins rómverska kristni-safnaðar. Th. Á. þýddi. Gjalddagl blaðslns cr nú 15. apríl.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.