Ljósberinn - 01.04.1941, Blaðsíða 9

Ljósberinn - 01.04.1941, Blaðsíða 9
L JÓSBERINN 66 ÞEGAR EG VAR DRENGUR II. Iíandleið&ia. Ég minnist þegs frá bernskuárumi mín- urn, hvað mér leið allt af vel þegar ég hafði leyst eitthvað vel af hendi, sem for- eldrar mínir höfðu falio mér, eða þegar ég hafði sigrast á sjálfumi mér og hlýtt einhverju sem fyrir mig var lagt, — ein- hverju banni, til dæmis. AJlt var þá svo unaðslegt, það lá svo vel á foreldrum mín- um og það lá vel á sjálfum, mér. Ég veit, að þið kannist við þetta; að það er eins og veröldin og lífið sé með allt öðr- um svip, þegar þið eruð þæg, heldur en þegar á ykkur sækir þrjózka og óþægð'. Það virðist þess vegna vera ákaflega áríð- andi og eftirsóknarvert að vera allt af boð- inn oig búinn til þess að leysa af hendi sem vandvirknislegast það, sem fyrir okkur er íagt, og reyna allt af að sigrast á þrjózku og óþægð, -— því að ég er viss um, að það er umi ykkur, eins og var um mig, að mér fannst1 veróldin öll miklu bjartari og 'nota- legri, þegar ég var »gcður drengur«, held- ur en þegar á mig sóttu óþægðarhviðurnar. Og aiveg er þetta eins, að sínu leyti, um samband okkar við Guð. Það bregst ekki, að okkur Jíður vel, ef við getum gert eitt- hvað fyrir hann, og þegar við hlýðnumst því, sem vio vitum, að honum er þóknan- legt., eða sigrumst á otkkar eigin vilja og neitum okkur um eitthvað, sem við vitum, að honum, Jíkar ekki. Og mskið væri lífið indælt, ef við værum aJlt af — alla daga — þæg Guðs börn. Það er ekki hægt að búast við að svo sé, en við verðtun að reyna að muna allt af eftir því, hvað mikið er undir því komið. Við vitumi nú svona hér um bil, hvernig Guð vill að við hegðum okkur daglega. Það þarf eiginlega ekki að segja okkur það, — við finnum það á okkur. En svo kemur það líka oft fjjir, að Guð.vilJ, að við gerum eitthvað sérstakt fyrir sig. Þá er það eig- inlega ekkert komið undir okkar eigin vilja, hvernig tiltekst, því að þá er eins og að hann stjórni alveg athöfnum okkar. Oft er það þá svo, að við vitumi ekki af þessu sjálf eða gerum okkur ekki grein fyrir því, en stundum er þetta sva áþreifanJegt, að ekki getur neinn vafi á því leikið, að Guð hefir tekið í hendina á okkur og leitt okk- ur. Og það er dásamlegt, þegar urn er hugs- að eftir á. Það hefir kiomið 'æði oft fyrir í mínu lífi, að Guð hefir þannig tekið í hendina á mér. Og ég skal nú s,egja ykkur frá fyrsta atvikinu, sem ég man eftir af því tagi.--------- Þegar ég var á fimmta árinu, datt ég i sjóinn og var nærri druknaður. Hafði álp- ast fram, á bátabryggju, með öórum, svip- uðum óvita, jafnaJdra mínum, við komist ofan í léttabát, sem» þar var bundinn og farið að burðast við að vagga honum, — standandi, hvor á sinni þóftunni. Og þang- að til vorum við að bisa við þetta, — við vorum svo litlir hnoðrar og léttir, að bát- urinn haggaðist varla, — að ég s,takkst á höfuðið í sjóinn, á milli bátsins og bryggj- unnar og sökk eins og steinn. Ég missti víst fljótt meðvitundina. En gámall mað- ur, og hrumur var þarna skamrnt frá, eitt- hvað að dunda, og það var víst hending ein, að hann heyrði ópiin í hinum strákn- um, því að hann var heyrnarsljór. Og hann brá við, en þó ekki skjótt, því að hann var hrummr, eins og áður er sagt, — og bjarg- aði mér. Þetta er nú svo alvanalegt, að krakkar detta í sjóinn, og ekkert í frásögur færandi í sjálfu, sér. En þetta varð til þess, að móð- ir mín tók það Joforð af mér, að vera sem minnst á ferli á bryggjunum og fara aldr- ei út í báta, nema þá að fullorðnir menn væru, þar og leyfðu það. Þetta voru ákaf- lega strangar reglur, og ég oft hæddur fyr • ir þæx-, — jafnvel eftir að ég var orðinn

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.