Ljósberinn - 01.04.1941, Blaðsíða 10

Ljósberinn - 01.04.1941, Blaðsíða 10
66 L JÓSBERINN talsvert stálpaður, — að minnsta kosti að því leyti, að ég fór aldrei út á sjó, nema að ég léti mömmu vita af því áður. En þá vill það til einu sinni, — ég var þá á þrettánda árinu, •— að ég er eitthvað að flækjast niður við sjó, og sé smádreng á bát skammt frá landi. Bregður svo kyn- lega við, að mig grípur einhver. óviolráð1- leg löngun til þess að fara út í bátinn til drengsins. Eg hugsaði ekki um það frekar, en kallaði til hans og bað hann að koma að, og skyidum við róa eitthvað meðfram fjörunni að gamni okkar. Drengurinn tók þessu, vel, því að hann var svci lítill, aö hann réð ekki við árarnar. Tók ég nú vió þeim og réð ferðinni. Nú var í sjálfu sér ekkert eðlilegra en að ég notaði þetta tækifæri til þess að stytta mér leið heim til mín, því ég var víst í sendiferð fyrir móður mína, og ekki voru nema fáein áratog að lendingu rétt fyrir neðan húsið okkar, en hinsvegar all-langur spölur að fara, á landi. En ég stefndi bátn- um í þveröfuga átt, alveg ósjálfrátt, cg reri »lífróður«, með fram landi. Sjórinn var aJveg ládauður, og þegar ég var búinn að róa spölkorn, lagðist ég á árarnar og skim- aði í kringum mig. Það kom oft fyrir að silungur var þarna í sjónum. Þóttu það jafnan góð tíðindi, ef einhver sá silungs- »vak«, því að þá var brugðið við og »dreg- ið fyrir« með neti, semi allt af var til taks á bryggju, sem þarna var, — þeirri sömu, þar sem ég hafði dottið í sjóinn forðum. Og þarna vao' silungs-vak, miðja vegu milli bryggjunnar og bátsins. — Og þaö kom aftur — nei, — Guð minn góóur! Þetta voru þrír, ofur litlir fingur. Við skildum þetta jafn snemma b£ðir, ég og lith dreng- urinn, og hann fleygði sér grátandi niður í austurinn í bátnum, en ég tók til áranna. Ég var við því búinn aðl þurfa að kafa eftir barninu, og ég kveið því ekki, því að ég var vel syntur; en til þess kom ekki, því að þegar ég kom að, þar sem barnio var í sjónum, var það ekki sokkið dýpra en það, að ég gat seilst eftir hárinu á koll- inum á því, lyft því þannig upp á yfirborð, en síðan náð góclum tökum og dregið það upp í bátinn. jE’n ,þá lá við að ég ætlaði að gugna, — snöggvast. Þetta var drengur á fjórða ári, semi heima átti í sama húsi cg ég og mér þótti svo vænt um, sem hefði hann veriö bróöir minn. Og ég hélt að hann væri dauð- ur. Ég harkaði af mér, »hvolfdi« lionum þversum yfir aðra þóftuna og kreisti upp úr honuimi sjóinn eftir beztu getu^ en kall- aði um leið til manns, sem ég sá á gangi, skammt frá,bryggjunni og bað hann að ná í lækni. Hann skeytti því engu, heldur kom hlaupandi cían bryggjuna, og ég reri þá upp að. Vildi þá svo vel til, að þarna bar að tvo frakkneska skútuskipstjóra, sem- koimu okkur til hjálpar. Var farið méð drenginn inn í hús, sem var rétt hjá bryggjunni, og þar fóru skipstjórarnir strax að.hamast á litla drengnum, og reyna að dæla, í hann lífi. Var það sérstakt lán, að' þeir voru. þarna staddir, og kunnu þetta, því að ekki náðist, til læknisins, fyrr en allt hefði verið u,mi seinan. En langt hafði drengurinn verið leiddur, því að1 þeir voru því nær heila klukkustund að glíma um hann við dauðann. En Guö hafði ætlað Kalla litla lengra líf. Hann lifnaði við og var ekki aumari en það, eftir allt. hnjaskið, aðl hann sagði fyrst orða, þegar hann var búinn að líta í kringum sig: »Ég er svangur!« Þið getio' nú því nærri, að ég var glaður yfir því, að hafa orðið til þess að bjarga þessum litla vini mínum; En mér var þetta alveg ósjálfrátt. Og þarna hafði enginn maður verið nálægt, þegar drengurinn datt út af bryggjunni, svo 'að hann hefði drukknáð, ef ég hefði ekki verið sendur til að bjarga honum. Ég sagði engum frá því þá, nema for- eldrum mínum, hvernig stcð á ferðum mín- um á þessum slóolum, og þaui þóttust, skilja það, eins og ég hefi skýrt það hér, — að G.uð hefði þarna notað mig til þess »að gera fyrir sig handtak«. Th: Á.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.