Ljósberinn - 01.04.1941, Blaðsíða 13

Ljósberinn - 01.04.1941, Blaðsíða 13
L JÓSBERINN 69 Etatsiráðisfrúin leit út um g'luggann yf- ir höfuð Stígs. Þögn hans hafði gert hana .blíðari í s,kapi. »Lítt,u, á, Elsa litla, þarna er Páll og Dóra«. Stíg.ur gægðist út uimi giuggann, Það var nú yfir ár, síðlan hann hafði séð nokkurt þeirra, og nú var Páll fermdur. Hann var hár drengur og gelgjulegur og hinn mesti bókabéus. Náttúrufræði var uppáhald hans; hann var fróðari um köngulær, næt- urfiðrildi og eyrnarstingi en nokkur af skólabræðrum hans. Stíg.ur leit mjög upp Stlgur stökk upp á fótskörina á lestinnd. til hans. Að hugsa sér aðl lesa skólabækur sínar og þykja »gaman« 'að því------— og þurfa aldrei að beita brögðum. Dóra var algerlega ólík bróður sínum. Hún var á aldur við Margréti og var þegar orðin dálítil stórborgar-stúlka. Hún var lag- ieg í andliti, ljóshærð og dökkeygð, var allt af fallega klædd, og allt fór henni vel. En svo voru líka fötin eitt helzta umhugsun- arefni Dóru litlu, og henni virtist það ólíkt mikilvægara, að hatturinn hennar færi henni vel en að vita„ hvaðla ár Napóleon vag fæddur — eða hvenær hann varð keis- ari, Stíg virtist hún vera svo fulforöinsleg, að hann ætlaðá að fara að taka oifan fyrir henni, en rak fingurna upp í blómsveiginn á hattinum og. var fljótur að átta sig. Hann kinkaði kolli til hennar, hálf feimn- isiega, en þa,ut svo til Páls frænda síns og þreif hraustlega í höndina á honum; »Jæja, hvernig líður þér, karl minn?« hrópaði hann glaölega. Páll varð hálf forviða á þessari fremur karlmannlegui kveðju lítillar stúlku. Og Dóra glápti á hann. »Það mætti ætla, aðl hún væri strákur, ef maður vissi ekki betu.r«, sagði etatsráðs- frúin cg andvarpaði. »Hún er alveg hræði- legur telpukrakki. Ætlarðu ékki að heilsa frænku þinni?« spurði hún upphátt. Stígur fann á sér, að hann hafoi hlaupið á sig, og mundi nú allt í einu, eftir, hve feginsamlega Margrét var vön að taka á móti vinkonum sínum — hann hljóp því upp um hálsinn á frænku sinni og rak að henni rembingskoss. Dóra fór að hlæja og lagfærði á sér hatt- inn. »Farðu þér bara hægt«, sagði hún brosandi. »Þú ert víst idálaglegur æringi«. Stígur mátti ekki vera að því að svara, því að nú sá hann, að ferolafólkið var að leggja af stað frá stöðinni með dót sitt. »Bídd.u ofurlítiðl!« kallaði hann, »ég stekk snöggvast eftir töskunni minni«, og áður en liin voru búin að átta sig, var hann þotdnn af stað, sva að kjóllinn slettist. um fæturna á honum, og nú hljóp hann eftir lestarpallinum þangað, semi farangurinn var afhentur. »Hún er alveg ómöguleg«, sagði frú Greg- ers mæðulega við börn sín. »Páll, flýttu þér á eftir henni og reynclu að ná í tösk- una hennar. Við komum svo á eftir í hægð- umi 0|kkar«. , Páll náði ekki »frænku sinni« fyrr en á afgreiðslunni. Þar var troðfullt af fólki, og heimtaði hver sitt. Stágur hafði á svip- stundu rekið augun í tösku sína, sem stéð ofan á stóru, ferðakoforti. Og áður en Páll var komin til hans, hafði hann troðið sér inn í mannþröngina, klifrað hálfa leið upp

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.