Ljósberinn - 01.05.1941, Blaðsíða 2

Ljósberinn - 01.05.1941, Blaðsíða 2
78 LJÖSBERINN Avarp til kanpenda Ljósberan.«. Þegar eg, um síðastliðin áramót, ákvað að hækka ekki verð Ljósherans, þrátt í'yrir gíf- urlega verðhækkun á öllu, sem að útgáfu blaðsins lýtur, þá treysti eg því, að kaup- endur blaðsins mundu finna alveg sérstaka hvöt hjá sér til að greiða árgjaldið á réttum tíma, eða því sem næst. Margir hafa gert þetta, og meira að segja hafa sumir sent hlaðinu viðbót, sem gjöf. Fyrir allt þetta þakka eg innilega, og bið Guð að launa. Það eru nú vinsamleg tilmæli mín, til ykkar, sem ekki hafið ennþá greitt blað- gjaldið, 5 krónur, að láta það ekki hregðast úr þessu, því Ljósberinn getur alls ekki haldið áfram að koma út með þessu verði, ef kaupendur bregðast nú með að borga. Nú er næg vinna og hátt kaup. Látið nú Ljósberann njóta þess, sendið blaðgjaldið í póstávísun, þið sem fjær búið, og þið, sem innheimt er hjá, annað hvort af útsolumönn- um úti um land, eða frá afgreiðslunni hér í bænum, leggið 5 krónur til hliðar og hafið þær til, þegar næst verður komið með kvitt- un til ykkar. Það er mjög þreytandi að þurfa að fara margar ferðir eftir einum 5 krónum, og mjög hagalegt, þegar nær ómögulegt er að fá nokkurn ungling til að fara með reikn- inga. Ef kaupendur Ljósberans sameinast um það allir sem einn, að standa í skilum með andvirði blaðsins, þá getur blaðið átt hjarta framtíð, þó verðið sé ekki hærra. En út af þessu má heldur ekki bregða. Utgefandi. Skríllur. Hún: »Næsta ár höldum við silfurbrúðkaup okkar-. \ Hanu: »Við skulum fresta því um fimm ár og höldum þá minn- ingardag þrjátíu-ára-stríðsins«. A: »bið eruð víst oftast óvel- komnir gestir, innheimtumenn- irnir«. B: »Og já, sumstaðar. Þó eru líklega engir menn oftar heðnir að korna aftur en einmitt við«. Frú (hefur skoðað allar skyrtur, sem til eru í búðinni): “Hafið þér nú áreiðanlega ekki fleiri skyrtur?« Kaupmaður: »Eina hafið þér ekki skoðað ennþá«- Frúin: »Má ég fá að sjá hana?« Kaupmaðurinn: »Ég vil nú síð- ur sýna yður hana«. Frúin: »bað er skrítið, að fá ekki að sjá það sem til er«. Kaupúnaðurinn: »Það er nefni-- lega nærskyrtan, sem ég er í«. Brúðguminn (við prestinn í veizlunni): »Gerið svo vel og borðið prestur góður, þar til þér springið. Við getum svo vel unt yður þess«- Ungfrú: »Viljið þér nú ekki gera mér ofurlítinn greiða?« Stúdent: »Jú, gjarnan. En hver er liann?« Ungfrúin: »Ilann er sá, að gift- ast mér, til þess að vekja öfund og gremju hjá öllum vinstúlkuin mínum«.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.