Ljósberinn - 01.05.1941, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 01.05.1941, Blaðsíða 6
82 LJÓSBERINN ÞEGAR EG VAR DRENGUR III. Mér eru settar l'fsreglur. Eg var alinn upp í miklu ástríki, e.n við strangan aga. Mörg voru, þau boðorð, sem fyrir mér voru brýnd og gengið ríkt eftir að eg- héldi. Sum þeirra hélt eg sæmilega, —önnur miður, og sum þessara bcðorða held ég ósjálfrátt enn í dag, og tel mér hafa Verið það mikið happ, aði foreldrar minir skyidu brýna þau fyrir mér. Hinsvegar braut eg mörg þeirra og gleymdi þeim svo alveg, — cg það hefir verið mér hið mesta ólán. En svona gengur þetta, — við sjáum það fyrr eða síðar, hve happadrjúgt það er iað hlýða heilræðum ástríkra foreldra, —- og hvað það er svo, að hinu leyt.inu misráð- ið, að temja sér ekki þegar í bernsku, á meðan ástríkis og stuðnings foreldranna nýtur við, — að hlýða ölhnm heilræðum foreldranna, því að ástríkir foreldrar gefa börnum sínum aldrei nema 'góð heilræði. Eg' ætla nú ekki að telja upp allar þær lífsreglur, sem mér voru, settar, þær voru svo ósköp margar. En það má t. d. nefna þrjár þeirra, því að þær eiga alstaðar við: Pað var t. d. lagt ákaflega ríkt á um það, að eg segði aldrei ósatt. Petta, er nú auðvitað brýnt fyrir ykkur öllum, lesendum »Ljósberans«, — en hvérnig gengur að halda þetta boðorð? Eg segi ykkur satt, að oft átti ég í bröisum við þaö. En það var gengið ríkt eftir því, að ég héi.di það og ég barðist oft góðri baráttu í því skyni. En einmitt, þessvegna hefir þetta boöorð verið mér talsvert minnisstætt fram á þennan dag, og eg hefi haft gcðan vilja á að halda það, þó að útaf hafi brugðiði, því miöur. Það kemur manni alltaf í kol!; fyrr eð'asíðar. Þá var mjög fast gengiði eftir því, að ég væri vandvirkur. Þetta er líka ákaflega algengt heilræði, og það er miklu þýðing- armeira, þegar út í lífið kemur, heldur en ykkur kann að gruna. Af óvandvirkni og kæruleysi, sem eru talsvert skyldir ókost- ir, getur hlotist stórtjón. En vandvirknin vercur mönnum ekki eðlileg, nema að börn- in temji sér hama í foreldrahúsum og í skólanum, meðan kostur er á að njóta til- sagnar og handleiðslu í þessari góðu dygð, og æfa sig í henni á smámununum. Og svo var nú þriðja heilræðið eða boð- orðið, sem ég nefndi. Eiginlega er hægt að tákna það með einu orði: Þrifnaður, en það er þó talsvert yfirgripsmikið og kem- ur marg't til greina. Og' þó að þetta kunni að þykja ákaflega meinlaust boðorð', þá er það þó í raun og veru þýðingarmeira en margan grunar. Út í þá sálma ætla ég ekki að fara. En þetta var það boðorðið, sem mér gekk langsaml,ega bezt að halda, eftir að ég fór að hafa noikkurt vit. Móðir mín var sjálf fádæma þrifin kona, jafnvel svo, að sumum þótti úr hófi keyra, ekki fíízt leikbræðrum mínum, þegar hún stóð yfir þeim, til þess að vera viss um,

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.