Ljósberinn - 01.05.1941, Blaðsíða 16

Ljósberinn - 01.05.1941, Blaðsíða 16
92 LJÓSBERINN Konungsríki himinsins. Stundum kom það fyrir, að Jesús fór í burtu úr Kapernaum og Pétur sá hann ekki tímunum saman. Þorpið varð þá mjög hljóðlegt og einmanalegt. Þá voru engir hópar af fólki á ströndinni, eða fyrir fram- an dyrnar á iitla, hvíta húsinu þar sem Jesús dvaldi. — »Hvert fór Jesús?« spurði Pétur mömmu sína um daginn. »Hann fór í langt ferða- lag yfir í hin þorpin, til þess að kenna fólk- inu og lækna, þá, sem eru sjúkir«, sagoi mamma hans. »Sumir segja að hann ætli aði fara alla leið upp til hinnar stóru höf- uðborgar Jerúsafem, jafnvel þó að þar séu menn, sem eru að hugsa, um að deyða hann«. »Skyldi hann koma aftur?« spurði Pétur. »Ég veit það ekki«, sagði móðir hans döp- ur í huga. Pétur litli hugsaði mikið nokkra stund, en svo hljóp hann út 'til að leika sér. Sólin var að setjast á bak við hæðirn- ar, og hann hafði bara tíma til þess að hlaupa niður til strandarinnar áður en hann færi að hátta. Þegar hann kom fyr- ir hornið á þrönga strætinu sá hann nckkra menn ganga á götunni á undan sér. Hann fór því að hlaupa, til þess að sjá hvaða menn þetta væru. Þaðl var mikið ryk á fótum þeirra og klæðum, þeir voru s.veitt- ir og þreytulegir útlits, eins o.g þeir væru búnir að ganga langa leið. Þeir töluðu hátt saman, alveg eins og þeir væru reiðir. »Hvað skyldu þeir vera að tala u,m?« hugsaoi Pétur undrunarfullur og herti á hlaupunum. En þá sá hann a,ljt í einu, hvar Jesús var á gangi, skammt á undan þeim. Fæt- ur hans og klæði voru, einnig þakin ryki, af því að hann hafði líka gengið langa leið með hinum ferðamönnunumi, Pétur h'ljóp til hans og stakk litfu hendinni sinni í hina sterku hönd Jesú. Jesú brosti af því að' hann vissi, að Pétri þótti vænt um, að hann var kominn aftur. Og þeir gengu saman þangaðl til þeir kamu að húsinu, þar sem Jesús dvaldi. Þá gekk Jesús inn og hinir fylgdu honum allir nema Pétur. Hann stóð í opinni dyragættinni og hcrfði inn á með- an Jesús settist niður og talaði við vini sína. Það tók enginn eftir því annar en Jesús aol Pétur stóð þarna í dyragættinni. Þeir voru svo niðursokknir í samræðurn- ar. Eftir stundarkorn leit Jesús upp og kallaði á Pétur og lagði handlegginn um háls honum cg talaði svo við vini sína á meðan Pétur stóð svona frammi fyrir þeim öljum, og fann hann til sín og var ákaf- lega hamingjusamur. Þegar Jegús hafði loikið ræðu sinni laut hann niöur að Pétri litla og kyssti. hann og sagði: »Guð blessi þig«. Og Pétur hljóp nú út á götuna. Það var orðið nærri, dimmt — hann var búinn að dvelja þarna svo lengi. »Hvað skyldi mamma, segja?« hugsaði hann cg tók nú til fótanna og hljóp eins og hann gat. Þegar hann nálgaðist húsið sitt, sá hann mömmu sína standa fyrir ut- an dyrnar og vera að gá að honum. »Mamma, mamma«, kallaði hann um leiö og hann hljóp til hennar. »Ég hefi verið heima hjá Jesú. Hann er kominn aftur. Ég hefi verið að hjálpa honum«. Móðir hans leit niður á litla andlitið hans, sem var eldrautt af hlaupunum. »HjáJpa Jesú! Hvað meinar þú með því?« spurði hún. »Hann kallaði á mig«, sagði Pétur drjúg- ur, og ég stóð frammi fyrir öllum fullorðnu mönnunum, sem hann var að tala við«. Og hvað sagði hann við þá?« spurði móðir hans undrandi. Pétur hugsaði sig um augnablik. Hann gat ekki munað þaðl »Jú, mamma, nú man ég það«, sagði. hann loks. »Kon- ungsríki himinsins. Hann talaðii um kon- ungsríki himinsins«. »Konungsríki himinsins«, endurtók móð- ir hans blíðlega. »Ég ætla að fara á morg- un og hlusta á hann«. »Ég skal fylgja þér, mamma«, sagði Pét- ur ákaf.ur. »Jesús, þekkir mig«. Móðir hans brosti. »Við skujum fara bæði, elskan mín«, sagði hún ástúðlega. »En

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.