Ljósberinn - 01.07.1941, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 01.07.1941, Blaðsíða 4
100 LJÖSBERINN Aucassin snerist gegn óvinunujn. Sagan um Nicolete og Aucassin Æfintýri fyrir börn eftir Axel Bræmer. Garin greifi af Beaucaire átti einn son barna, sem Aucassin b,ét. Aucassin felldi áÆarhug til ungrar stúlku,,. er bjó í sömu 'borg. Hún hét Nicolé’te og var allra kvenna fríðust sýnum. Embættismaður nokkui hafði keypt hana l,ausa af Serbum, sem höfðu numið hana á brott úr heimkynn- um sínum. Hann gerði hana að kjördótt- ur sinni. Ætlun hans var sú, acl gifta hana einhverjum hæfum handverksmanni. En Nicolete elskaði Aucassin sízt minna en hann hana. En Garin greifi, faðir Auc- assins, synjaði þeim harðlega um að fá að njótast. Þetta olli Aucassin sljkum harmi, að hann snerti hvorki á sverði né skildi. Það kom sér mjög illa, því að óvinaher háfði setzt um borgina. Garin greifi gekk því á fund embættismannsins, kjörföður Nicolete, og bauo honum að fjarlægj?. stúlkuna hið fyrsta,. Hugði hann, að Auc- assin myndi þá gleyma Nicolete brátt. Embættismaðurinn hlaut að hlýða. Hann sendi því Nicolete upo í loft á turnbygg- ingu einni, sem stóð í garði hans. Þar átti hún aol búa ásamt gamalli konu. Dyrn- ar voru harðlæstar,, og þárna varð Nicol- ete að hírast sem fangi. Þegar Aucassin varð þess var, að NicoJete var horfin, varð hann hryggari en noikkru sinni fyrr. — Övinaherinn hóf árásir á borgina um sömu mundir. Varnarsveitirnar voru íbringja- lausar, o.g útlitið var mjög ískyggilegt. —

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.