Ljósberinn - 01.07.1941, Blaðsíða 10

Ljósberinn - 01.07.1941, Blaðsíða 10
106 LJÓSBERINN húsið,, og hún varð að vaka margar nsetur hans vegna, lét hún eins og ekkert væri. þó að hún þekkti hann strax. Dreng-urinn þekkti hana líka. aftur, samvizkan kvaldi hann, þegar hann sá illt launað með góðu. Hann játaði illverk sitt, og iðraðist helm- iugi meira, þegar hann heyrði, að hún hafði líka þekkt hann aftur. Á þennan hátt bældi systir Dóra smatt og smátt niður hið illa umtal, ekki með því að verja sig eða sinn málstað, heldur með því að vinna í anda Jesú; og þegar nýtt og stærra sjúkrahús var relst árið 1868, og henni var falin stjórn hans, varð hin aukna á- byrgð henni aðeins ný forréttindi t.il að fórna sér allar stundir. Hún var óþreytandi að finna upp* leiki handa börnunum og hughreysta hina þjáðu. Hún nefndi hvern einstakan sjúkling sérstöku gælunafni, annað hvort sem hrós eða sem .hógværa,, en áhrifaríka áminningu, því að enda þótt hún væri um- kringd af þjáningum, sjúkdómumog' dauða, hlustaði hún aldrei af tómum vana á fólk eða fannst það ómak að bera byrðar þess. Ávallt var hún upplífgandi og eðlileg, með næmt eyra og.skilningsgóðan hug, og þrátt fyrir slitróttan nætursvefn við að líta eft- ir .hættulega veikum sjúklingum, jxitti henni það ekki leiðinleg skyldustörf, hel.d- ur var hún aol gera að veruleika orð Mörtu: »Meistarinn er hér og vill finna þig«. Eins og hún hafði verið föður sínum sólskin, var hún nú einnig sclskin fyrir alla'hina Iíðandi og deyjandi, fyrir alla þá, sem ekk- ert annað áttu til að gefa aftur en þakk- látt hjarta. ílinmitt um þetta leyti mættust leiðir hennar og ungs manns, sem hafoíi alla þá menntun, sem systur Dóru fýsti aö hljóta; au.k þess var hann vel innrættur, en ekki trúaður. Svo kænlega hafði sálaróvinurinn lagt net sitt, að systir Dóra flæktist í það og I,ét glepjast til að halda, að hún við hlið unga mannsins gæti haft meiri not af hæfi- leikum sínum,. jafnframt og hún vonaði að vinna hann smám saman fyrir Guð. Trú- lofunin var líka opinberuð, en var skömmu síðar slitið'. Með enn meiri kostgæfni reyndi hún nú að vera öllnm allt. Á kvöldin gekk hún frá einu rúminu til annars til að biðja með hverjum einstökum, og væri nokkurr- barnanna sérstaklega sjúkt, tók hún þau með sér inn í herberg'ið sitt til að gæta þeirra sjálf, alveg eins og hún vakt-i per- sónulega yfir hverjum sjúkling, sem hafði verið skorinn upp. Þegar einhver minnti hana á, að að hún ætti, að hlífa sér, gat hún sagt: »Ég þoii að siofa þar, sem ég sit, sjö nætur í röð, bara ef ég get. lagst nið- ur áttundu nóttina, og hvað eftir annað stcðust- þessi ,orð í reyndinni. Sérstök hvatn- ing og gleði urðu henni þakkarorð lítillar stúlku,, sem á dauðastund sinni sagði: »Þegar þú kemur til himínsins, ætla ég að mæta þér við perluhliðiö með blómvönd<<. Þessi einlægu og barnslegu orð glöddu hana mjög, einmitt á þessum tíma, þegar sorgin þjakaði henni svo mjög. Enda skrifar hún um þetta leyti í bréfi til vinar síns: »Ég hefi lært að elska Guð meira; og eilífðin er orðin miklu rneiri veruleiki í augum mér nu en fyrr«. Þó var eins og hún þráði víðara starfs- svið, og stríðið milli Þýzkalands og Frakk- lands 1870—71 fyllti hana löngun eftir að halda lengra út í hinn stóra heim; en í kyrrðinni frammi fyrir augliti Drottins fann hún þó, að skýstólpinn stóð á sama stað, og hún var hlýðin við hina himnesku sjón. Guð blés henni í brjóst., að bjóða kven- fólki bæjarins á hjúkrunarnámskeið, og fjöldi mikill tilkynnti þátttöku-sína, þó ekki reyndar úr þeim hóp„ sem hún hafði hugs- að sér. en án þess að fara í martngreinar- álit tók hún við öllu úr hendi Guðs. Það, sem f.vrir henni vakti, var þó ekki einvörð- ungu fraðsluboðskapur, heldur einr.ig, eins og hún kiomst að orði„ að »öðlast náð til að hafa þá éinu lífsreynslu að gera allt af kærleika til G,uðis«. Þess vegna gekk hún sjálf á undan og tók erfiðustu verkin að sér, aldrei bað hún aðra að gera það, sem hún ekki gerði sjálf, og þessi ósérhlífni

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.