Ljósberinn - 01.07.1941, Blaðsíða 18

Ljósberinn - 01.07.1941, Blaðsíða 18
114 L JÓSBERINN og flæktist um fæturna á mér, sem upp úr stóðu og líklega hafa 'ekki verið alveg kyrrir. Pví að pessi augnablik, meðan ég stóð á höfðinu, í ísköldu vatni, í fyrsta skifti á æfinni, eru mér minnisstæð enn, — ég hélt að nú væri alveg úti um inig. Augnablikin hafa nú eflaust ekki verið mörg, en ég bar mig illa, pegar mér var bjargað og hét pví, að aldrei skildi ég fara á höfuðið oftar. Helzt vildi ég hætta við pessa praut og fór fram á pað við föður minn, enda frétti ég pað »einna um daginn að ýmsir drenganna myndu ekki koma oftar. En við pað var ekki komandi. Ég varð að halda áfram. Og ég fór alls ófús á sund- æfingarnar, — sveikst um að stinga mér og bar mig illa. Pannig leið fyrsta vikan. Við fórum i tjörnina 2svar og 3svar á dag. Ég var allt af hræddur í gjörðinni, pví að allt af var ég kaffærður, að minata kosti einu sinni, í hvert sinn sem ég fór ofan i. En pá er pað einn daginn, pegar við erum að fara úr fötunum i tjaldinu, — pá vorum við ekki orðnir nema 8 eða 10 garp- arnir — að peir sögðu mér, einhverjir drengj- anna, að pabbi væri að koma, — líklega til pess að Bjá, hvað ég væri burðugur. Og nú held ég að ég hafi sýnt einhverja mestu prekraun, sem ég man éftir frá bernskuárunum. Því að ég tók pá ákvörðun, að fara nú á höfuðið út í og gjarðarlaus. Ég -segi ykkur satt: petta var talsvert mikil raun, pví að ég var ákaflega hræddur við vatnið. Ég hljóp upp á bakkann með hinum strákunum og rakleitt fram af honum „á höfuðið“, án pess að líta við gjörðinni sem kennarinn var að rétta að mér. Og nú var pað svo skrítið, — nú var petta einmitt svo ágætt, fannst mér, að fara í vatnið á pennan hátt, — og ég synti fá- einar lengdir mínar hjálparlaust! Og pað var klappað fyrir mér, á bakk- anum! Þið getið rétt aðeins getið pví nærri, hvort ég var ekki hreykinn, svona með sjálfum mér. Upp frá pessu fór ég að hafa gaman að sundnáminu og varð ágætlega syndur, — en sérstaklega varð ég leikinn í pví að vera lengi í kafi og hafði gaman af að stinga mér. En ég held nú samt, að ég hefði aldrei lært að synda í pessu kalda vatni, ef mér hefði ekki verið haldið að pví. Sundið hefir verið uppáhalds íprótt mín síðan, og sú ípróttin, sem ég hefi oftast getað iðkað síðan ég varð fullorðinn. Og sundið er íprótt, sem allir ættu að læra, enda eru tækifærin nú miklu betri til pess heldur en var í pá tíð, eða pegar ég var drengur. Frh. SÍÐASTA BÓNIN. Jón litli vann allan daginn úti á engi. Hann hlakkaði til kvöldgins, að mega koma heim til pabba og mömmu, borða og hvíla sig. Hann kepptist, við vinnuna, og því1 varö hann feginn hvíldinni. Eit.t kvöld, er hann gekk heim af engj- um, mætti hann pabba sínum. Hann rétti honum sendibréf og sagði: »Viltu fara með þetta k pósthúsið fyrir mig?« Það dofn- aði yfir Jóni, hann var að hugsa um að hafa á móti því. Loks sigraði göfuglyndið. Hann tók við bréfinu og sagði: »Það er velkoimið,. pa.bbi minn«. »Þú ert góður drengur. Guð blessi þig«, sagði faðir hans. »Ég ætlaði að fara sjálf- ur, en treysti mér varla til þess. Ég tek nærri mér að biðja þig þess, ég veit að þú ert svo lúinn«. Þegar drengurinn kom aftur heim, var faðir hans dáinn. Jón minntist þess oft með gleði, aó hafa gert með góðu það síðasta, sem pab'bi hans bað hann. Löngu, löngu síðar sagði Jón börnum sínum þessa sögu.. Þá sögðu þau hvert við annað: »Við skul- um allt af gera það, sem pabbi og mamma biðja okkur. Við vitum aldrei nema þao geti verið siðasta bónin«.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.