Ljósberinn - 01.07.1941, Blaðsíða 19

Ljósberinn - 01.07.1941, Blaðsíða 19
LJÓSBERINN 115 PHtnr eöa §túlka Skáldsciga eft-ir E. Fenmore FIMMTI KAFLI. Páll og- Stígur fóru með sporvagni út að Charlottu-lundi, en stigu út þar, þvi að Stíg þótti skemmtilegra að ganga. Pað var glaða sólskin og blikaði á hin bláu sund. »Það væri gaman að sigla — Páll«, sagði Stígur. En Páll skýrði honum frá, að mað- ur gæti nú ekki umsvifalaust »tekið sér bát«, en það hélt Stígur að væri ósköp vandalaust. »Eigum við að fara í skóginn?« spurði Páll, en um leið og þeir ætluðu að beygja þangað, kpm eineykis-vagn hfaðinn ávöxt- um. Hesturinn fældist bifreið, sem kom á fleygiferð. Hann þverbeygði inn á gang- stiginn, braut aðra vagnstöngina og skall flatur. ökumaðurinn var unglingspiltur. Hann stökk út úr vagninum og fór að bisa við hestinn; en vesalings skepnan hafði dottið ill.a; aktýgin hertu að hestinum, og hann slengdi til höfðinu., svo að við lá í sífellu, að hann lemdi því í brptin af vagn- stönginni. »Eg skal hjálpa þér«, hrópaði Páll, sem all,t af kenndi í brjósti um skepnur. »Eg skal halda kyrru höfölnu á honum, meðan þú lagfærir aktýgin og reynir að vikja brotna kjálkanum til hliðar. En gættu þín vel, að hesturinn reki ekki í þig fæturna«. »Já, bisið þið við þetta,. svo skal ég halda við hjólið!« kallaði Stígur. Vagninn- hafði staðnæmst í dálitlum halla, og var því hætt við„ að hann ylti niður á drengina og hestinn þá og þegar. Stígur brauf upp ermar sínar í skyndi og þreif í hjólið. Hann var sterkur í hönd- unum og hélt af öllu afli, meðan ekillinu losaði aktýgin og lagfærði vagnkjálkann. Þegar það var búið, gat hesturinn þegar risið upp — og þá sleppti Stígur hjólinu. »Kærar þakkir.,' kærar þakkir«, sagði pilturinn og var sýnilega glaður, er hann sá, að ekkert var að .hestinum. »En hvað litla ungfrúin hlýtur að vera sterk!« »Já, það geturðu reitt þig á«, sagði Stíg- ur og braut ermarnar enn þá lengra upp. »Sérðu vöðvann þann arna„ »bíseps« heitir hann, það hefi óg lært í skólanum, finndu bara!« og hann rétti handlegginn í áttina til ekilsins. »Heyrðu, EIsa«„ sagði Páll hlæjandi, »mér finnst, það ætti að vera nóg, að þú sýndir mér þetta. Já, hann er nógu góður vöðv- inn sá arna, en þú ert sú skringilegasta telpa, sem ég hefi nokkurntíma þekkt. Þú hefðir átt að vera strákur, eins og hinn tvíburinn. Það er kraftur í þér. — En nú áttu að sjá Dýragarðinn«. Þegar klukkan var orðin hálf fimm, héldu þeir Páfl og Stígur áleiðis í áttina til Brúns-fjölskyldunnar og voru ekki sér- lega hrifnir af því„ að nú var frelsi þeirra lpkið í svipinn. »Hver á þarna heima?« spurði Stígur, er þeir gengu fram hjá óvenjulega falleg- um og stórum garði með hárri girðingu umhverfis. »Það er Falk ofursti — það eru nú ein- kennilegar manneskju.r«, sagði Páll. »Já, konan er nú annars dáin fyrir löngu. Þau

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.