Ljósberinn - 01.08.1941, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 01.08.1941, Blaðsíða 4
124 LJÓSBERINN Aucassin brá þá brandi sínum og hugðist að sæ'kja að þoim. Sagan um Nicolete og Aucassin Æfintýri fyrir börn eftir Axel Bræmer. [Nl.] Þegar Aucassin leit hinn haglega gerða laufskála, vissi hann að Nicolete hafði reist hann, og hann minntist henn- ar með hinum ástríkustu orðum. NicoJete hafði falið sig skammt frá, en nú gaf hún sig fram. Þau féllust í faðma og voru mjög glöð. Aucassin setti Nicolete upp á reið- skjóta sinn. Síðan lögðu þau af stað og héldu förinni áfram, unz þau. komu niður til sjávar, því að þau óttuðust hefnd gamla greífans. Frá ströndinni sáu þau skip sigla fram- hjá. Aucassin veifaði í áttina til sæfar- anna og fékk þau Nicolete flutt um borð. En þegar út á rúmsjó var komið, skall á ofviðri. Loks rak skipið inn á ókunna höfn við borgina Torelore. Þar bárust Aucassin þau tíðindí, að konungurinn ætti í styrj- öld. Hann tók sér þá vopn í hönd, steig á bak gunnfáki og setti Nicolete fyrir framan sig. Síðan reið hann upp að borg- arvirkinu. »Hvar er konungurinn?« spurði hann. Honum var tjáð, að koinungurinn lægi rúm- fastur. »En hvar er þá drotningin?« spurði Aucassin. »Hún er í stríði«, var svarað. Það þótti' Aucassin furðulegar fréttir. Hann gekk inn í borgarvirkið og fann brátt herbergið, þar sem konungurinn lá rúm- fastur. Hann ávítaði hann harðlega og bauð honum að fylgjast með sér þangað, sem orustan væri háð. Brátt komu þeir á orustuvöllinn. En það var merkilegur bardagi, sem þar var háð-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.