Ljósberinn - 01.08.1941, Blaðsíða 9

Ljósberinn - 01.08.1941, Blaðsíða 9
L JÓSBERINN 129 THEÓDÓR ÁRNÁSOH: ÞEGAR EG VAR DREKGUR V. Hestapiennska. Sumarið, sem ég lærði að synda, kynntist ég dreng, sem Árni hét, og var á svipuðu reki og ég. Hann var úr sveit norður í landi og nýlega fluttur í kaupstaðinn með foreldrum sínum, þegar sundnámið byrj- aði. Við urðum brátt góðir vinir, — upp- haflega einskonar »þjáninga-bræður«, því að báðir vorum við ragir v'ið vatnið í fyrstu, en venjulega látið eitt yfir okkur báða ganga, því að við vorum yngstir í nemendahópnum. Var það t. d. skemmtun sundkennarans, þegar við vorum farnir að geta fleytt okkur, að taka okkur, sinn með hvorri hendi, og fleygja okkur í tjörnina, — þegar kalt var og við kveinkuðum okk- ur við að fara út í. Vorum við þá vanir að leita hvor að öðrum, »neðansjávar«, fara í áflog og koma þannig upp á yfir- borðið, með andköfum og ólátum. Um svipað leyti urðum við nágrannar. og vorum saman öllum stundum upp frá því, í mörg ár. Fór allt af vel á með okkur, svo að ekki varð alvarlegur ágreiningur á milli okkar nema í eitt skipti. En þá flug- umst við líka á, eins og grimmir hvolpar, þangað til að okkur var komið og við skild- ir. Vorum við þá báðir dasaðir og fór hvor heim ti'l sín. En daginn eftir mættumst við á miðri leið, á brúnni yfir Fjarðará, en heimiíi okkar voru sitt hvoru megin, svo að segja við brúarsporðana, — og sætt- umst heilum sáttum. Við höfðum báðir yndi af hestum. Árni var hestum vanur úr sveitinni og pabbi hans átti tvo gæðinga, sem nefndir voru Þytur og Hnallur. En faðir minn átti hest, sem var nefndur Glófaxi, kostaklár, sem mér þótti undur vænt um. Og- enn voru tveir hestar í okkar umsjá á sumrin, eftir að við vorum orðnir það stálpaðir að við gátum »hnytt upp í klára«, — en það voru hestar sýslumannsins, Ospakur og Kórax. Annars áttu margir kaupstaðarbúar sæmi- lega góða hesta, sem hafðir voru á gjöf í Fljótsdalshéraði á vetrum, en heima við á sumrin. Og það var þá starf okkar Árna, að sækja »okkar hesta«, þegar eitthvað átti að nota þá, og þóttumst við þá allvel ríðandi, þegar við þeystum heim með þessa fimm gæðinga. Mikið var þá gaman að lifa, í sólskini og sumarangan, enda vorum við glaðir og frjálsir eins og fuglarnir í loftinu, — eða næstum því. Ekki var þetta þó »eintómt sætabrauð«, því að stundum voru hestarnir óþægir við okkur, — eink- um átti Kórax þátt í því að gera okkur gramt í geði og koma út á okkur svitan- um, því að hann var ljónstyggur og fæl- inn, og urðum við oft að eltast við hann langa lengi, áður en liann varð handsam- aður. Og ýms smávegis óhöpp gátu komið fyrir og erfiðleikar í þessu hestastússi, en yfirgnæfandi' var þó gamanið. Og þó að við værum stundum arðnir lúnir, þegar búið var að ná hestunum, þá gleymdist sá lúi fljótlega þegar á bak #var komið, •— því að þá var oft riðið greitt heim, nema þeg- ar svo stóð á, að hestana átti að nota í langferð. Þá vorum við svo nær^ætnir að hlífa þeim, og þóttumst vera hyggnir hesta- menn. En lítið munaði þá nú um það, þessa stólpagripi, að halda á okkur, hnoðrunum, þó að brugðið væri á sprett. Eg ætla nú að segja ykkur frá einum degi við þetta frjálslega og skemtilega starf. Ekki var þó sá dagur skemmtilegur til enda. öðru nær. En það skiptist á gam- an og alvara, og þessvegna er hann til þess fallinn, að honum sé lýst hér. Það átti að nota sýslumannshestana og hest föður míns í langferð og við Árni lögð- um af stað snemma morguns, með beizli og snæri, að leita þeirra. Hestarnir höfðu ekkert verið snertir í marga daga, en

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.