Ljósberinn - 01.08.1941, Qupperneq 10

Ljósberinn - 01.08.1941, Qupperneq 10
130 L JÓSBERINN kvöldið áður höfðum við frétt, að þeir myndu vera komnir svo langt upp með Fjarðará, sem hagarnir náðu, og var það æði löng leið. Við vissum, að »hestar Árna« voru miklu nær, cg máttum nota þá, þeg- ar við næðum þeim. En til þeirra var líka aJllangt, og nú stóð svo á, að miklar rign- ingar höfðu gengið, svo að allir lækir voru í vexti, og sumir þá illir yfirferðar fyrir litla drengi. Það var hálfgerð ólund í okkur báðum þennan morgun. Við vorum tæplega vakn- aðir og veðrið var hráslagalegt. Eitthvað fórum við strax að nöldra um það, hvor við annan, að það væri ónotalegt, að þurfa nú strax að fara að vaða lækina og vera svo blautir í lappirnar, — ja, hver vissi hvað lengi, það var mikið undir því komið, hve mikið við yrðum að eltast við Kórax. Annars vorum við nú ekki vanir því að kveinka okkur við að vaða, en þetta var bara ólund syfjaðra stráka. En þegar við komum að Dagmálalæknum, en það var fyrsta sprænan, sem við þurftum að fara yfir, — og í þurrkum var hægt að stökkva yfir hana í áföngum, á mörgum stöðum, — var hann nú ófær okkur, þar sem við komum að honum. Við gengum niður með læknum, og ætluðum að reyna að vaða hann niður við Fjarðará. En á þeirri leið tókum við eftir því, að þarna voru fáeinir klárar, rétt hjá okkur, — hestar einhverra sveitamanna, sem komið höfðu í kaupstað- ínn um nóttina. Hvað var nú eðlilegra, en að taka tvær af þessum bykkjum traustataki yfir læk- inn? — en bara yfir lækinn! af því að það var eiginlega brýn nauðsyn. Annars voru það óskráð lög allra hestastráka í kaupstaðnum, að taka aldrei hesta h,ver ’annars »traustataki«, nema þá rétt aðeins til að sitja á þeim yfir ána. eða lækinn. Var sjaldan út af þessu brugðið, enda var það fljótt að vitnast, ef »heimahestum« var þvælt nokkuð að ráði í óleyfi. Frekar kom það fyrir, að farið var á bak aðkomu-hest- um. En ekki þótti það drengilegt. Við vorum nú víst ekkert að velta þessu fyrir okkur, en tókum tvo klára, sem næst- ir voru, bundum upp í þá og riðum þeim yfir lækinn. En þegar þetta fyrsta skref var stigið, fór fyrir oik’kur Árna eins og oft vill verða, þegar brotin eru einhver lög, — að þá virðist vera svo eðliiegt og fyrir- hafnarlaust að stíga næstu skrefin. Rétt fyrir innan Dagmálalækinn voru fen og mýrar. Og okkur kom saman um, úr því við vorum nú komnir á bak, þá munaði hestana ekkert um að halda á okkur yfir þessar toa-færur líka, — og þegar yfir mýr- arnar var komið, og á sléttar grundir, ja. — þá langaði okkur til að vita, hvort nokk- uð væri »varið í« þessa reiðskjóta. Við sló- um í og hleyptum á sprett. En úr þessu varð þó enginn sprettur. Það mun hafa verið ótemja, eða einhver galla-gripur, sem ég sat á, því að hann tók því illa, þegar ég danglaði í hann, jós og prjónaði lát- laúst, í sömu sporum, þangað til hann var búinn að fleygja mér af sér. Ekkert meiddi ég mig, — en mér sárnaði, bæði við sjálf- an mig og klárinn. Og það þótti mér verst, að rétt í þessu voru tveir sveitamenn að fara þarna fram hjá með ullarlestir, hinu megin Fjarðarár, og ég heyrði að þeir hlógu dátt. Árni hafði ekki farið langt heldur. Ég sá að hann var að leysa út úr sínum hesti og ég fór að dæmi h,ans, enda langaði mig ekki á bak þessum klár aftur. Við skildum hestana þarna eftir og ætluð- um að reka þá til hinna hestanna aftur á heimleiðinni. En nú var orðið stutt þangaö sem Hnallur og Þytur voru og nú vorum við glaðvakandi. Ölundin var rokin úr okk- ur, enda var nú að gera sólskin. Ekki vor- um við þó allskostar ánægðir með sjálfa okkur. Það var eins og að við hefðum rank- að við okkur, þegar við sáum til ferða sveitamannanna. Ef til vill höfðu þeir nú þekkt klárana, sem við höfðum verið að þvæla yfir mýrarnar ‘og síðan ætlað að þenja enn lengra, ef þeir hefðu verið þæg- ari? Þetta var óráðvendni, hvernig sem á það var iitið! Og þó að við værum hvorki betri né verri en hinir hestadrengirnir í kaupstaðnum. fundum við þetta báðir, —

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.