Ljósberinn - 01.08.1941, Blaðsíða 11

Ljósberinn - 01.08.1941, Blaðsíða 11
LJÖSBERINN 731 Bænimar hans föður hans umluktu hann. Höfundur hinnar svo nefndu heittrúar- stefnu, Filippus Jakob Spener, átti slæm- an son og óhlýðinn. Refsingar komu að engu haldi. Áminningar og ástúðleg framkoma, dugði ekki að heldur. Og endirinn varð sá, að faðir hans varð að láta drenginn fára sinna ferða. Hann gat ekkert gert fyrir hann, nema beðið fyrir honum, og það gerði hann iðulega, en allt virtist koma fyrir ekki. En þá varð drengurinn sn.ögglega dauð- sjúkur; bað þá faðir hans enn ákafar fyr- ir honum og loks svaraði svo Drottinn hin- um mörgu bænum hans. Einu sinni reis hinn sjúk’i' drengur upp í rúminu sínu og mælti: »Bæriir föður míns umlykja mig, eins og háfjöll«. Og að svo mæltu hneig hann aftur niður í rúmið, því að hitinn í hon- um var enn á háu stigi. En upp frá þeirri stundu var bæði magn sjúkleikans og vald syndarinnar brotið í honum. og sögðum svo að segja báðir í sömu and- ránni: »Við hefðum ekki átt að gera þetta!« En svo gleymdust nú þær áhyggjur í eyipinn, því að við sáum fil þeirra Hnalls og Þytar, skammt frá okkur og flýttum okkur að handsama þá. Og um leið og við vorum komnir á bak, vorum við komnir i sólskinsskap, enda var nú orðið glatt í kringum okkur: náttúran öll eitt sólskins- bros og klárarní'r, — okkar góðu kunn- ingjar, — leikandi léttir í spori. Prh. Sama verð er á blaðinu og áður, þrátt fyrir alla verðhækkun. Látið Ljós- berann njóta þess, og sendið borgun sem alira fyrst. Áðalbjöm Kristjónsson kennori. Eins og sagt var frá í síðasta blaði, and- aðist hann að heimili sínu hér í bæ, Baugs- veg 3, 2. júní síðastl., eftir stutta legu. Aðalbjörn var fæddur 15. des. 1871 að Hólsgerði í Eyjafirði og ólst þar upp. Stund- aði hann fyrst. barnakennslu um nokkur ár í Eyjafirði og víðar, en settist síðar að á Akureyri og kenndi þar börnum og unglingum á vetrum, auk almennra náms- greina kenndi' hann að leika á hljóðfæri (bæði á fiðlu og harmonium). Var hann mjög söngelskur maður. Hann vann öll störf sín með trúmennsku í kyrrþey. 1 kristniboðsfélögunum mun hann hafa starf- að á Akureyri og var alla tíð ákveðinn trúmaður og áhugasamur um kristindóms- mál. Hann fluttist til Reykjavíkur 1934 og varð þá rétt að kalla strax starfsmaður Ljcsberans og annaðist nú síðustu árin útsendingu og innheimtu blaðsins hér í Reykjavík og Hafnarfirði. Má nú Ljósber- inn sakna góðs vinar, því það mátti með sanni segja, að hann tók ástfóstri við blað- ið, og vann að því fyrir lítið kaup, en af áhuga og trúmennsku. En allt óeigingjarna starfið hans mun Guð launa honum. Blessuð veri minning þessa góða vinar.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.