Ljósberinn - 01.08.1941, Blaðsíða 13

Ljósberinn - 01.08.1941, Blaðsíða 13
LJÓSBERINN 133 »En nú langar mig t'il að vita hvað þú heitir, og hvar þú átt heima«, sagði ofurst- inn. Stígur hikaði sem allra snöggvast. »Ég er — ég er hjá frænku, minni, etatsráðs- frú Gregers, en aðeins í heimsókn«. »0g þú heit’ir —?« »Elsa Bang ... og nú ... er ví,st bezt, að ég fari«, sagði hann fljótmæltur. »Liggur þér s,vo mikið á, Elsa litla? Hefðirðu ekki gaman af að heilsa upp á litlu stúlkuna mína, áður en þú ferð?« »Er það hún, sem heitir Henny?« » Já!« »En, ég verð víst of lengi«, sagði Stíg- ur dálítið órólegur. »Ég skal segja þér, Elsa, litla stúlkan mín er veik; hún datt niður úr rólu fyrir tveimur árum síðan og meiddi sig illa í mjöðminni, og læknarnir kákuðu lengi' við hana, og nú liggur hún allt af í legubekk, og það er ekki skemmtilegt fyrir litla stúlku, skilurðu, að geta aldrei hlaupið og Stokkið. Þú getur því hugsað þér, að ég vildi gjarnan veita henni þá gleði að sjá lítinn félaga. Og' ég held, að henni myndi þykja gaman að spjalla við svona röska og litla stúlku eins og þig. Hún héfir svo fátt, sem gleður hana«. »Þá get ég vel stanzað ofurlítið«, flýtti Stígur, sér að segja. »Mér liggur ekkert á«. Hann var brjóstgóður drengur, og hann skildi hve sárt föðurnum féll, að litla stúlk- an h,ans var ekki eins og önnur börn. »Þakka þér fyrir, vina litla, ég hélt líka, að þú myndir vilja heilsa upp á Henny. Komdu nú með mér«. Ofurstinn og Stígur gengu gegnum bóka- safnið og stóra dagstofu. Svo opnaði ofurst- inn hurð. »Líttu á, hérna heldur Henny tik, sagði hann. jJetta var stcrt herbergi, og síðdegissól- in skein inn um tvenna, breiða glugga. Tvær vængjahurðir stóðu opnar út að svöl- um, sem voru nægilega stórar til þess, ao langur legustóll með litlu borði fyrir fram- an kæmist þar fyrjr, Klifurrósir vöfðust upp eftir svölunum og héngu í stórum breiðum út af handriðs-brúninni. I stóln- um lá lítil stúlka, lagleg, en mjög föl i andliti, og undir bakið á henni var stung- ið mislitum silkikoddum. Augu hennar voru stór og dökk á lit, og gult hárið hékk nið- ur á herðarnar. 1 fangi hennar lá opin myndabók, en rétt í því þau komu inn, horfði hún út yfir garðinn, oig augnaráo hennar var allt of þunglyndislegt og al- varlegt, svo ung sem hún var. »Henny«, sagði ofurst’inn glaðlega, »hérna kem ég með dálitla vinkonu handa þér«. »En hvað þú ert góður, pabbi«, sagði barnið, og bjart bros færðist á litla and- litið alvarlega. Hún horfði með eftirvænt- ingu á Stíg, sem hélt sig að baki ofurstans »Þetta er Henny«, sagði hann, »og litla ungfrúin hérna heitir Elsa Bang«. Stígur gekk nú fram og rétti litlu stúlk- unni höndina. »Það var fallega gert af þér að koma hingað til mín«, sagði Henny. »Viltu. ekki taka af þér battinn og staldra við hérna hjá mér«. Ofurstinn gekk hljóðlega út aftur; hann hugsaði sem svo, að samtalið myndi vlst ganga liðugra, þegar þær væru einsamlar. Stígur fleygði hattinum á stól og var lifand'i feginn að losna við hann — hann hafði haft »þetta skrímsli« á höfðinu all- an daginn, nema rétt við miðdegisborðið — svo settist hann á stól við hliðina á Henny. »Mér þykir allt af svo vænt um, þegar éinhver kemur til mín«, sagði hún, »er. það skeður nú ekki oft. Ég á nú enga skólafélaga, af því ég get ekki farið í skóla. Hér kemur aðeins leiðinleg kona og les með mér«. »Verðui'ðu ekki bráðum frísk aftur?« spurði Stígur. Henny hristi höfuðið. »Það held ég ekki«, sagði hún ag varð svo angurvær á svipinn, að Stígur dauðsá eftir því að hafa spurt hana um þetta. »Við höfðum lækni, sem kvaldi mig svo

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.