Ljósberinn - 01.08.1941, Qupperneq 14
134
L JÓSBERINN
mikið, að ég gat aldrei sofið af angist og
kvíða nóttina, áður en. hann átti að koma
til mín. Og svo batnaði mér heldur ekkert.
Svo fengum við annan lækni, sem sagði,
að ég þyrfti að styrkja taugarnar, og hann
vildi láta mig ganga, en ég gat það ekki,
Elsa, —- þaö er svo voðalega sárt. Og nti
er pabbi búinn að lofa mér, að ég skulí
vera laus við þessa lækna. Mér líður líka
vel hérna«.
»Veiztu, livað. þú ættir að gera«, sagði
Stígur, »þú ættir að koma út til okkar.
Pabbi minn er líka læknir, og hann lækn-
aði lítinn dreng, sem líka sat í svona stól.
Og nú getur drengurinn bæði hlaupið og
stokkið«.
»Getur hann hlaupið, er það virkilega
satt?« spurði Henny og horfði sorgbitin út
yfir garðinn.
Hann getur hlaupið eins og þú og ég
— nei, það er satt, þú getur ekki hlaup-
ið enn þá, en þú munt gera það seinna,
og hánn ér frískur eins og fiskur, og hann
heitir Pétur. Þú ættir að segja pabba þín-
um þetta«.
»Já, það ætla ég að gera; en heyrðu, það
er ekki víst, að það hafi gengið það sama
að honum og að mér — það eru svo margs-
konar veikindi til«.
»0 — það er sennilega það sama«, svar-
aði Stígur uppörvandi; »hann sat einmitt
í svona stól, og það var líka í mjöðminni«.
Henny sat hugsi ofurlitla stund; svo
brosti hún og spurði: »En heyrðu, Elsa,
hvernig stendur á, að þú þekkir til okkar?«
Stígur roðnaði ofurlítið: »Eg þekki ekk-
ert til ykkar, en stóri frændi minn sagði
í dag, að ég gæti ekki klifrað yfir þessa
háu girðingu, og svo var ég í miðdegissam-
sæti hérna rétt hjá og dauðleiddist þar,
og svo læddist ég burt og klifraði' inn fyr-
ir, og svo hitti ég skringilegan náunga,
dáta, sem fór með mig til pabba þíns;
fyrst lézt hann ætla að berja mig, en svo
varð hann svo góður og vildi, að ég kæmi
inn til þín — og nú sit ég hérna«.
Henny fór að hlæja. »Heyrðu, Elsa, þú.
ert víst sann-nefndur fjörfiskur. Þú ert
s-vo lík einni telpu, sem ég var einu sinni
samtíða í skólanum. Hún var svo full af
alls konar ærslum. Þú mátt trúa því, að
við fundum upp á .mörgu! Hún átti fimm
bræður, hvorki fleiri né færri, það var
víst þess vegna, að hún var svo skemtileg«.
»Komu ekki allir skólafélagar þínir ao
heimsækja þig?«
Henny varð alvarleg á svipinn.
»Æ — þeir urðu fljótt leiðir á því. Þau
komu öll í fyrstunni. En þú getur víst
hugsað þér, að þeim þótti ekkert gaman
að sitja hérna hjá mér inni í stcfu, og þó
að ég væri í hjólastólnum minum úti í
garði, þá leið ekki: á löngu, áður en þau
voru öll þotin af stað í eltingaieik út um
allan garð, og þá fannst pabba, að það
hlyti að vera svo sárt fyrir mig að sitja
og horfa á þau; það er að segja, hann
sagði það ekki, en ég skildi það svo vel,
og svo buðum við þeim ekki framar, og
þegar þeim var ekki boðið, gleymdu þau
fljótt að koma«.
»Nú skal ég segja þér nokkuð«, sagði
Stígur, »ég á sys... nei, ég á bróður, sem
heitir Stígur, og hann kemur bráðum hing-
að, og svo skal ég koma með hann hing-
að til þín — og ég s,kal segja þér, að hann
hefir munninn fyrir neðan nefið, drengur^
inn sá, og við þrjú gætum leikið okkur
stórkostlega vel«.
»Er bróðir þinn líkur þér?«
»Það er alveg eins og þú sæir mig sjálfa!
Ég er hárviss um, að þú sæir engan mun
á okkur. Við tölum alveg eins, höfum sams
konar hár, og við erum, eins og þú segir,
mestu »fjörfiskar«, bæði saman«. Og nú
datt Stíg allt í einu í hug, að hann gæti
sagt heilmargar sögur af sjálfum sér, með
því að tala í þriðju persónu, — og nú sagði
hann Henny, hvað Stígur segði og gerði,
þætti1 gott og hefði gaman af, og hvað
Stígur gæti ekki liðið, hve duglegur Stíg-
ur væri í tennis, og hve hundlatur Stígur
væri í skólanum, en samt að öllu saman-
lögðu skolli duglegur strákur,