Ljósberinn - 01.08.1941, Qupperneq 15
L JÖSBERINN
135
Það fann,st Henny að minnsta kosti, o.g
hún hlustaði og hlustaði og varð rjóð í
k'innum og björt í augum. Hún var orðin
svo óvön leik og skemmtun nú orðið; það
var alveg eins og að gleymdur og lokaður
heimur opnaðigt fyrir henni á ný.
»Ert þú rnikið með bróður þínum?«
spurði hún. »Mér finnst, að bræður og
systur séu helzt hver fyrir s'ig«.
»Við erum nefnilega tvíbu,rar«, sagði
Stígur tfil skýringar, »og þetta er í fyrsta
sinn, sem við höfum verið aðskilin«.
»En hvað það hlýtur að vera gaman að
eiga tvíbúrabróður! Og hann er þá alveg
nauðalíkur þér?«
»Já, mjög gaman!« svaraði Stígur.
1 sama bili var opnuð hurðin að stofunni
innan við svalirnar, og inn kom stúlka til
að leggja á kvöldborðið.
»Jæja, nú verð ég að fara«, sagði Stíg-
ur og stóð upp í skyndi.
»Æ-nei, Elsa«, sagði Henny, »þú mátt
ekki fara, þú verður að borða kvöldmat
hjá mér. — Pabbi!« kallaði h,ún ti'l föður
síns, sem kom inn til að líta til þeirra,
»þarf Elsa endilega að fara núna? Finnst
þér ekki líka, að hún geti borðað með
okkur?«
»Jú, það finnst mér sannarlega; þú mátt
ekki fara, Elsa; það ert þú sjálf, sem hef-
ir gengið í gildruna«.
Hershöfðinginn var svo glaður yfir því
að sjá, hve Henny litla var ánægjuleg á
svip, og hann reyndi því, eins og hann gat
til að halda sem lengst í þessa nýju vin-
konu, sem hann hafði útvegað dóttur sinni.
»Borðaðu bara með okkur, Elsa! Þú skalt
fá að fara, undir eins og það er búið; 42
getur fylgt þér heim aftur«.
Stígur óskaði einkis frekar en einmitt
að vera kyrr. Þegar hann sagðist verða
að fara, var það aðeins ofur lítið ljósblik
af þeim kurteisisvenjum, sem honum höfðu
verrð innprentaðar; og honum myndi hafa
þótt mjög fyrir, ef þessi ummæli hans hefðu
verið tekin í alvöru, því að aðrar eins
brauðsneiðar með alls kyns sælgæti ofan
á hafði hann aldrei fyrr séð á ævi sinni.
Það voru eintómar litlar og örþunnar
franskbrauðssneiðar, og var skörpan skor-
in af þeim, og svo voru þær alveg þaktar
— sumar með rækjum, sumar með eggj-
um, sem skorin voru í þunnar sneiðar með
salatblöðum undir; á sumum voru rauðar
tómatsneiðar, sem karsa-salla var stráð á,
eða þá' voru þar steikarsneiðar með smá
hlaup-teningum eða sultuhrúgu ofan á.
Æ, Stígur þekkti ekkert til þess, að smá-
telpa, sem ekki getur hreyft sig, verður
smám saman leið á öllu, jafnvel á matn-
um sínum, og þess vegna var reynt að gera
hvern bita eins girnilegan, og frekast var
unnt til þess, að hún borðaði með betri
lyst og yrði rjóð í kinnum og safnaði kröft-
um.
En í kvöld hafði hún fengið meðhjálp.
Meðan Henny borðaði eina sneið, hafði
Stígur innbyrt fjórar, og hann hafði
áhyggjur af því, hve mikið hann myndi
geta borðað án þess að vekja hneyksli, og
hann vonaði að minnsta kosti, að enginn
teldi sneiðarnar, sem hurfu upp í hann
eins og dögg í sólskini.
»Hefirðu sagt Elsu frá skemmtuninni á
laugardaginn?« spurði ofurstinn, meðan
börnin voru að borða.
»Nei, pabbi, ég hugsaði ekkert út í það«,
sagði Henny geislandi glöð. »Þú verður
sannarlega að koma líka, Elsa — við sjá-
umst því bráðum aftur«.
»Hvaða skemmtun er það?«
»Það er bazar til tekna fyrir hælisbörn-
in hérna í hverfinu«, sagði ofurstinn. »Það
eina, sem ég í rauninni hefi með þetta að
gera, er, að lána stjórninni garðinn hérna
og lundinn og —«
»ö, það verður mjög gaman«, greip
Henny fxam í með ákafa. »Ég ætla að
tfara út í garðinn í vagninum mínum, og
'það kemur fjöldi fólks, og því fleiri, þess
betra, skilurðu, og fátæku börnin eiga að
fá alla peningana, og það verða reistar
smá-búðir niðri í breiðu linditrjá-göngun-
um, og þar ætla frúrnar að selja yndis-