Ljósberinn - 01.08.1941, Síða 16
136
L JÓSBERINN
lega smáhluti. Ég hefi sjálf saumað heil-
mikið smádót í sumar, og börnin fá líka
alla bá peninga. En þú átt ekkert að gefa,
Elsa, þú átt bara að koma og fylgjast með
mér út í garðinn.' Ég vona, að þú viljir
það, Elsa?«
»Já, víst vil ég það, en gerir það nokk-
uð, þótt Páll frændi minn og Dóra frænka
komi með mér inn í garðínn?«
O-sei-sei-nei, þann dag mega allir korna,
og »42« þarf ekki að halda vörð«, sagði
Henny og hló glaðlega, »þarf hann máske
þess, pabbi? En það verða allir og borga
50 aura til þess að opnað verði fyrir þeim,
og þú getur ekki hugsað þér alla þá smá-
kjóla og blússur, sem hægt verður að kaupa
fyrir alla peningana. Það á að aka mér
ofan á barnahælið, svo að ég geti fengið
að sjá það«, sagði Henny.
»Jæja, en nú verð ég að fara«, sagði
Stígur, þegar stúlkan kom og sótti tómt
brauðfatið; »þau hí'n skilja víst ekkert í,
hvað af mér hefir orðið«.
Henny og »Elsa« kvöddust eins og gaml-
ar vinkonur, og ofurstinn fylgdi Stíg nið-
ur að stóra garðhliðinu og opnaði fyrir
honum. Og þareð Stígur átti svo stutta
le'ið til baka, þurfti hann ekki á fylgd »42«
að halda.
»1 næsta sinn, Elsa, hringirðu á bjöll-
u;na þá ’arna«, sagði ofurstinn hlæjandi,
»það er miklu auðveldara, og láttu það
ekki dragast lengi«. —
Stígur flýtti sér burt eftir veginum, því
að nú var kom’ið að scjsetri. Hvað skyldi
frænka hans segja?
Honum til mikillar undrunar sat nærri
því allur hópurinn enn í sömu stellingum,
og þegar hann fór frá þeim. Etatsráðsfrú-
in og frú Brún töluðu enn saman af mesta
ákafa, Dóra gekk til og frá með nokkr-
um vinkonum sínum og virtist ekki einu
sinni hafa orðið hugsað til litlu frænku
sinnar. En Páll lagði frá sér kroket-kylf-
una og sagði: »Hvað varð af þér, Elsa, —
hvert fórstu?«
»Ég hefi' verið hjá Falk ofursta«, sagði
Stígur talsvert rogginn.
»Hjá Falk ofursta!« hrópaði Júlía
frænka, sem hafði heyrt svar hans. »Pekk-
ir þíi þau?«
»Já, það geri ég«, svaraði Stígur og vakti
almenna undrun með svari sínu. »Litla
stúlkan hans heitir Henny, og henni er ek-
ið í hjólastól, af því hún er véik í mjöðm-
ínni, en hún er samt ósköp elskuleg«.
»Já, það veit ég«, sagði frænka hans.
»Ég hefi séð hana stöku sinnum. En hvers
vegna sagðirðu ekki strax, að þú þekktir
þau?«
»Já, en þá þekkti ég þau heldur ekki,
Júlía frænka«, — og glettnin logaði í aug-
unum á Stíg.
»Hverju hefirðu nú fundið upp á, brelíu-
rellan þín?« spurði Páll.
»Jú, sjáðu til, ég klifraði yfir girðing-
una og inn í garðinn, og þá kom hermað-
ur og klófesti mig og sagði, að þetta værí
bannað, og að nú ætti ég að koma með
sér og fá skell hjá karlinum«.
»En góða Elsa«, sagði frú Gregers í iág-
um aðvörunarróm og dauðskelkuð — —
»segðu þó lágt það, sem eftir er, vandræða-
anginn þinn!«
»Það heyrir enginn til okkar, frænka!
Svo kom ofurstinn, og hann lézt vera af-
skaplega reiður, en eftir á varð hann alveg
ágætur«.
»Æ, Elsa ... þú gerir mig alveg grá-
hærða — jæja, hvað meira?«
»Jú, svo bauð hann mér inn til litlu
stúlkunnar sinnar, og hún var jgvo sæt, og
þú hefðir átt að sjá ljósgula hárið hennar,
alveg ofan á herðar, og það ætla ég að
segja þér, Júlía frænka, að undir eins og
ég sé pabba, ætla ég að segja honum frá
mjöðminni á henni; þú manst, að hann
hjálpaði drengnum smiðsins í fyrra; og
svo vildu þau, að ég borðaði með þeim
kveldmat, og fyrst sagði ég: nei þ,ökk —
það gerði ég sannarlega, Júlía frænka, þó
að þetta væri inndælasti matuír, sem ég