Ljósberinn - 01.08.1941, Qupperneq 17

Ljósberinn - 01.08.1941, Qupperneq 17
LJÓSBERINN 137. nokkurntíma hefi séð; en til allrar ham- ingju báðu þau mig aftur, og þá máttu trúa, að ég hámaði í mig«. »Elsa, geturðu aldrei látið vera að tala evona voðalega; það hefirðu lært af Stíg«. Stígur varð sem snöggvast dálítið vand- ræðalegur. »Jú, frænka, ég skal reyna að gá að mér. Og svo spurðu þau, hvort við vildum ekki koma á stóran bazar, sem á að halda í garðinum þeirra á laugardaginn. Viltu það ekki, Júlía frænka?« »Jú, eftir allt þetta, sem á undan er gengið, erum við blátt áfram skyldug til þess«, sagði etatsráðsfrúin, og í hjarta sínu var hún harðánægð yfir því, að þetta há- fína heimili, sem talið var, að enginn væri nógu boðlegur, skyldi nú standa henni op- ið. Henni hugkvæmdist ekki, að ástæðan til þess, að enginn kom þangað, var alls ekki neins konar stórmennska og dramb- semi, heldur hatt, að hryggur faðir forð- aðist að láta aðra grípa inn í sorg sína. »Elsa getur kynnt okkur þar«, sagði Páll ertnislega. »Mér er annars ekkert um að trana mér fram, drengur minn«, sagði móðir hans, »en nú er það nærri því skylda mín að heimsækja þau og afsaka, hvað frænka mín hefir verið fröm«. Stígur lézt ekki heyra, hvað frænka hans sagð'i'. »PÚ getur verið alveg róleg, Dóra«, sagði hann borginmannlega við frænku sína, »þú getur líka farið með okkur. Mér er að minnsta kosti boðið og ég sagðist ætla að taka ykkur Pál méð mér — ég hugsaði ekkert um þig, Júlía frænka, því að þetta var til að leika við Henny. Ég á að fara inn um stóra hliðíð, en ég á fyrst að hringja«. »Við getum allt af komið okkur saman um það«, sagði etatsráðsfrúin og lauk með því þessu hljóðskrafi; »nú skulum við fara burt til hinna, það á víst bráðum að fara að borða kvöldmat, og svo verðum við að fara að halda heim aftur«. i Kemur út einu sinjii í mánuði, 20 síður, og auk þess jólaiblað, sem sent verð- ur skuldlausum kaupendum. i Argangurinn kostar 5 krónur. — Gjalddagi er 15. apríl. i Sölulaun eru 15% af 6—14 eint. og 20% af 15 eint. og þar yfir. i Afgreiðslai: Bergstaðastræti 27, Reykjavík. i Simi 4200. i Utanáskrift: Ljósberinn, Pósthólf 304, Reykjavík. i Prentsmiðja Jóns Helgasonar Bergst.str. 27. ubaliaiíi ífím íkkí. LEIÐRÉTTING. Kennslukona, Sigurbjörg Jónsdóttir, hefir vakið athygli blaðsins á því, að gátuvísa á bls. 94 i 6. tölublaði sé ekki rétt, eins og hún er þar birt; hún vakti einmig athygli á því,. að svo lítur út Bem gátan. sé eftir telpunai, sem sendi hana, því nafn hennar stendur undir henni. Vísan er eftir Einar Benediktsson og mun vera rétt þannig: 1 gleði og sorg hef ég gildi tvenn; til gagns menn mig elta, til óláns mín njóta. Er hafður til reiða, um hálsa ég renn, til höfða ég stig, en er bundinn til fóta. Guðbjörg sendi Ljósberanum annað efni um leið og gátuna, en þáð mun mest vera óaðgætni vorri að kenna, að nafnið var sett undir gátunai Stígur varð hálf vandræðalegur á svip- inn, er honum varð hugsað til að borða kvöldmat á ný ... en það gæti nú annars verið nógU: gaman að sjá, hvað hér væri í boði. Framh.

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.