Ljósberinn - 01.08.1941, Blaðsíða 18
.138
LJÓSBERINN
i merku vfö rin
SA6A í MYNDUM eftir HENRYKSIENKIEWiCZ
Stasjo hrópaði því: »Ég skal skjóta ljón-
ið, ef þið lánið mér riffilinn«. »Já, já«,
hrópaði Chamis, »réttið honum riffilinn,
hann getur drepið ljónið«. Gebhr rétti
drengnum í skyndi riffilinn, og Chamis
flýtti sér að opna skotfærakassann. Stasjo
tók lófana fulla af skotum; stökk síðan af
baki, hlóð byssuna og hljóp áfram. Fyrstu
skrefin gekk hann eins og drukkinn mað-
ur, en þegar hann sá dýrið sortnaði hon-
um fyrir augum og hann fann, að fætur
hans voru þungir sem blý. Hann hafði oft
lesið um Ijónaveiðar, en það var allt annað
að skoða myndir í bókum, heldur en aö
standa andspænis sjálfu óargadýrinu.
Á sama augnabliki og riffilhlaupið
stefndi á enni skepnunnar hleypti Stasjo
skotinu af. Hár hvellur heyrðist. Ljónið
reis upp, svo það stóð þráðbeint upp á
endann eitt augnablik, síðan féll það aft-
ur á bak með allar fæturnar upp í loft.
I síðustu dauðateygjunum féll það ofan af
klöppinni og niður á jörðina, Stasjo hélt
rifflinum, enn þá reiðubúinn að skjóta, en
þegar hann sá, að dauðateygjur skepnunn-
ar hættu og hinn bleik-guli kroppur henn-
ar lá lífvana, opnaði hann riffilinn og hlóð
hann á ný. Á milli klettanna sveif enn þá
reykurinn af skoitinu.
Arabarnir héldu niðri í sér andanum,
því þessu líkt höfðu þeir aldrei séð. Ann-
ars vegar dreng, en hins vegar stærðar
villidýr, sem gull-slikju sló á í sólskininu,
ægilegt og ógnandi. Með því að beita Öllum
viljakrafti sínum áræddi Stasjo að nálg-
ast dýrið. Hann stóð í tuttugu skrefa fjar-
lægð frá ljóninu. »Kúla verður að hæfa
það á milli augnanna, annars er úti um
mig«, hugsaði hann. »1 nafni föðurins og
sonarins!« sagði hann. Ljónið reis upp, rétti
úr hryggnum og beygði höfuðið. Það fetti
si'g aftur á bak og bjó sig til stökks.
Gebhr, Chamis og Arabarnir áttuðu sig
ekki strax á, hvað gerzt hafði. Gebhr hafði
tekið Nel og var reiðubúinn að kasta henni
fyrir ljónið, ef skotið hæfði ekki. En nú
sleppti hann telpunni litlu og ætlaði að
ríða til drengsins. En enginn jarðneskur
máttur hefði getað neytt hestinn áfram.
Á meðan hafði Stasjo snúið sér við. Hann
virti fyrir sér fangaverði sína fjóra og
horfðist síðan í augu við Gebhr. »Nú er
nóg komið«, sagði, hann og nísti tönnum.
»Nú er mælirinn fullur. l?ú færð hvorki