Ljósberinn - 01.10.1941, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 01.10.1941, Blaðsíða 6
146 L JÖSBERINN Smósaga um litla Reykjavíkur*stúlku. Eftir Theodór Árnason IDI LITLA missti hana mömmu sína í inflúenzunni, pestinni skæðu, sem h,ér geysaði fyrir röskum tveim áratugum og skildi eftir sorgir og sársauka svo að segja í öðru hvoru húsi í bænum. Ef til vill er það nú orðum aukið, en mörg voru börn- in í Reykjavík, sem þá misstu pabba sinn eða mömmu, eða þau bæði, og margir for- eldrar, sem misstu börnin sín. Og víst hef- ir aldrei verið eins mikið grátið í Reykja- vík og haustið 1918. Dídí grét ekki mikið. Henni hafði þó þótt vænt u(m hana mömmu sína, — og hún var viðkvæm líka. En það var eins og hún skildi ekki það sem gerzt hafði, fyrst í stað, og þegar hún áttaði sig á því til hlýtar, þá — já, þá var ekki til neins að vera að gráta. Dídí litla var ekki nema 10 ára, en hugarfarið var miklu þroskaðra, að vissu leyti, heldur en sá aldur benti til. Hún var eitt þessara vesalings barna, sem alast að miklu leyti upp á götunni, ef svo mætti segja. Heimili átti hún að vísu, því að í Reykjavík eiga öll börn eitt- hvert heimili að nafninu til, en það var kaldranalegt heimili og gleðisnautt, — en Dídí vissi vel, hvernig notaleg heimili geta verið, — hún hafði oft séð slík heimili í svip, og það var hennar mesti harmur og hafði verið, frá því að hú:n hafði nokkurt vit á slíku, að hún skyldi ekki eiga heima f notalegu umhverfi. En pabbi hennar var geðstirður maður og kaldlyndur, og hann skifti sér aldrei neitt af Dídí litlu, nema þá til þess að ávíta hana eitthvað. Og þeg- ar Dídí vantaði eitthvað, alveg bráðnauð- synlega, eins og t. d. aura fyrir skósólum, eða jafnvel þó það væri ekki annað en stílabók eða pennar, þá varð hann óður ojr uppvægur, og gerði þá ekki annað það kvöldið, en að nöldra um »peningaaustur«. En hann var lítið heima. Hann vann við grjótmulning, »fyrir innan bæ«, — fór í vinnuna áður en Dídí vaknaði á morgn- ana og kom ekki heim fyrr en á kvöldin, og ,hafði þá venjulega allt á hornum sér. Pað kom þá nefnilega fyrir, að konan, — móðir Dídí, — hafði ekki verið heima held- ur um daginn, því að hún var mikið úti, og var þá, ef til vill, ekki komin heim þeg- ar bóndi hennar kom úr vinnunni. Þá var enginn matur til handa honum, — og stund- um var þá líka allt á öðrum endanum í herberginu þeirra, eins og skilið hafði ver- ið við það um morguninn. Og þá var spaug- laust að vera heima, — og mikið voru slík kvöld leiðinleg, fannst Dídí. Það kemur ekki þessari sögu við, hvað mamma Dídí var að gera úti. Hún var ákaflega léttlynd og henni leiddist heim- ilið og heimilissitörfin, — og stundum leidd- ist henni jafnvel Dídí litla líka, og sinnti henni miklu minna, en litla stúlkan þarfn- aðist. En Dídí litlu þótti vænt um mömmu sína, því það var gaman að vera hjá henni, þegar vel lá á henni. Hún gat verið svo kát á daginn, þegar hún var heima,, og þær tvær einar. Og þá vildi Dídí helst vera inni hjá mömmu sinni. En eins og skilja má af þessu, þó að hér hafi verið farið fljótt yfir sögu, þá átti Dídí litla enga sséldaræfi. Og hún vandist þessvegna á það snemma, að bjarga sér sjálf að ýmsu leyti. Það var t. d. svo ákaflega fyrirkvíðanlegt, að þurfa að biðja pabba sinn um aura, þegar hana vantaði eitthvað smávegis. Mamma hennar lét hana allt af gera það sjálfa. Henni þótti nóg á sig lagt, þegar hún þurfti að biðja Jón um eitthvað, sem stærra var, t. d. efni í kjól handa Dídí,, eða eitthvað því um líkt.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.