Ljósberinn - 01.10.1941, Blaðsíða 10

Ljósberinn - 01.10.1941, Blaðsíða 10
150 L J ÓSBERINN vildi þá til, að illkvittnir strákar hrópuðu til hennar ókvæðisorð, úti á götunni. Dídí bar út blaðið í stóru hyerfi fyrir vestan Túngötu. Það þótti í þá tíð eitt- hvert leiðinlegasta hverfi blaðakrakkanna á vetrum. Göturnar voru: svo slæmar og þar var svo dimmt. En Dídí var nú orð- in þarna svo kunnug, að hún hefði getað borið blaðið blindandi og skilað þvi rétt í hvert hús. Einn daginn, —- það var komið fram í desembermánuð, — bað afgreiðslumaður- inn hana að halda fyrir sig á blaðastranga til ferðamanns. sem bjó á Herkastalanum, — um leið og hún færi þar fram hjá. Það var úrhellis-rigning þennan dag, talsvert hvasst og glerhált á götunum. Dídí trítl - aði af stað með blöðin sín í vaxdúks-tösku undir vinstri handleggnum og blaða-strang- ann í hægri hendinni. Hún skilaði strang- anum í Herkastalann, en þegar hún kom út þaðan, sýndist henni að betra mundi vera að ganga Túngötuna norðan megin, og ætlaði að hlaupa þvert yfir götuna, að hprninu á Uppsölum. Hún tók undir sig stökk við 'útidyrnar á Herkastalanum, og var rétt komin út götuna, þegar bifreið •kom fyrir Herkastala-hornið, sunnan Suð- urgötu, á all-mikilli ferð. Dídí varð hverft við, svo að henni fipaðist eitthvað og hún féll á götuna á grúfu. Bifreiðarstjórinn steig á hemilinn, en bifreiðin var keðju- laus og lét ekki að stjórn í hálkunni. Það skifti engum togum: litla stúlkan varð und- ir vinstra framhjólinu áður en bifreiðar- stjórinn gat stöðvað bifreiðina. Hann hljóp út og fór að stumra yfir Dídí. Hún lá meðvitundarlaus á milli fram- og aftur- hjólanna. Og þegar maðurinn tók hana upp, sá hann sér til skelfingar, að báðir fæt- urnir myndu verá brotnir. Þó að veðrið væri vont, flyktist fjöldi fólks að bifreiðinni, og fékk vesalings bif- reiðarstjórinn mörg óþvegin orð í eyra, um glannalegan akstur, klaufaskap og skeyt- ingarleysi. En hann heyrði ekkert af þessu. Hann fann til með litlu stúlkunni, — og honum þótti vænt um, að hún var í öng- viti. Honum fannst, að hann myndi ekki hafa getað horfst í augu við hana. Hann varð að flýta sér að koma henni upp á spítala, hagræddi henni í aftursætinu cg ók síðan allt hvað af tók upp Túngötu. Það stóð svo heppilega á, að yfirlækn- irinn var staddur á spítalanum, aldrei þessu vant um þetta leyti dags. Var því nægt að bera Dídí litlui rakleitt inn í að- gerðastofuna og læknirinn kom þangað samstundis og rannsakaði meiðslin og ástand hennar yfirleitt. Báðir fæturnir voru brotnir og hún var hrufluð á enninu. Líklegt að það væri þeim áverka að kenna, að hún var svona lengi meðvitundarlaus. Heilahristingur? Nei, — hún opnaði augun og leit undr- andi í kringum sig. »Guði sé íof!« tautaði bifreiðarstjórinn. Hann hafði ekki viljað fara, fyrr en hann vissi eitthvað um það,.hve mikil meiðslin voru. »Hvernig- líður þér, keriing mín!« sagði læknirinn glaðlega. »Illt í höfðinu?« Hann nefndi ekki fæturna. Þeir voru senni- lega dofnir enn þá. »Ekki mikið. En hvar er ég? Ég þarf að flýta mér, — Vísir--------—« Hún sagði ekki meira, en rak upp hátt og skerandi óp. Hún hafði eitthvað ætl- að að hreyfa annan fótinn. En svo leið yfir hana aftur. »Þér skuluð nú fara niður á afgreiðslu »Vísis««, sagði læknirinn við bifreiðastjór- ann, — »því þetta er líklega einhver blaða- sölu-stúlka, — og rannsaka þar, hvort ekki er hægt að komast fyrir hver hún er eða hverra manna, svo að hægt sé að gera for- eldrum hennar aðvart. Ég þarf að svæfa hana á meðan ég ér að gera að fótunum á henni. Það er öllu óhætt, — höfuðið óskaddað, nema þessar skrámur. En fæt- urnir eru illa leiknir, einkurn hægri fót- urinn«. Bifreiðarstjóranum þótti vænt um, hvað læknirinn sagði þetta alúðlega. Engar s

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.