Ljósberinn - 01.10.1941, Blaðsíða 14

Ljósberinn - 01.10.1941, Blaðsíða 14
154 LJÓSBERINN hestanna. Kórax hafði á mér auga og færði sig inn eftir réttinni, sem fjarst mér, en loks tókst mér að króa hann inni í einu horninu á réttinni. En réttin var undir kletti, og á þá hliðina komst klárinn hvergi, en hinu megin við hann rak ég klárana sem þéttast — og loks var Árni fyrir fram- an hann á réttarveggnum. Ég komst nú á bak klárnum, sem næstur Kórax var, og með hægð tókst mér svo að komast á bak honum sjálfum á meðan Árni var að gæla við hann. Hann nötraði að vísu, vesalings klárinn, en nú var þó Björninn unninn, og Árni smeygði múlbeizlinu upp á hausinn á honum. »Hann á fyrir því að skokka með mig heim, þrjóturinn sá arna«, sagði Arni, þeg- ar við vorum búnir að teyma hestana sam- an, — lét reiðbeizli við hann og stökk síð' an á bak. Frá réttinni og niður á aðalveginn eru mýrar og hallar nokkuð undan fæti. Við vorum báðir orðnir gramir við klárinn, eins og áður er sagt, og í bræðinni sló Árni í hann með snærisspoita. Kórax tók við- bragð og hentist áfram niður mýrarnar. Ekki veit ég hvernig- á því stóð, að Kór- ax tók allt í einu eitthvert viðbragð aftur, á sprettinum, rann til og snar-stanzaði síðan. En Árni var laus í sessi og léttur og hent- ist fram af klárnum í fögrum boga og kom niður í mýrina, beint á b,öfuðið, — andartak stóð hann á höfði, spriklandi fót- unum, því að höfuðið hafði sokkið lítils- háttar í gljúpan jarðveginn, — og settist síðan, — roggandi, eins og Chaplin í gamla daga, þegar búið var að henda í höfuðiö á honum nokkrum múrsteinum. Ég veltist um af hlátri,.— þetta var svo skoplegt allt saman, byltan og Árni, þar sem hann sat roggandi og var að reyna að nudda aurleðjuna úr augunum á sér með aurugum höndunum. Ég varð að fara af baki og þvo framan úr andlitinu á Árna með blautum vasaklút, — og við hlógum báðir látlaust, því að Árni tók þessu ekk- ert illa: »Þetta átti ég skilið«, sagði hann bara, »það á aldrei að slá í svona klára«. En Kórax stóð kyrr álengdar og horfði á okkur. Og okkur Árna sýndist það sama báð- um: að hann vera glottandi — í augunum. Nú er ekkert frekar um þetta að segja. En það gerðist dálítill eftirleikur í 'sam- bandi við þessa hestasókn. Síðari hluta dags vorum við Árni með öðrum drengjum að æfa okkur í sundi í Garðarstjörninni. Þegar við vorum að klæða okkur, í tjaldinu, var kallað til okk- ar af tjarnarbakkanum, að þar væri menn, sem vildu finna okkur félaga — strax. Við vorum komnir í buxurnar, að vísu, en báð- ir berfættir, og þannig hlupum við út. Og mér leizt satt að segja ekki á blikuna, þeg- ar ég sá hverjir voru komumenn, því að það var faðir minn, — en hann var þá um tíma settur lögreglustjóri þarna í kaup- staðnum, — og einhver sveitamaður, og hann all þungur á brúnina. »Þið eruð fallegir pejar«, sagði pabbi all byrstur, »— stelið hestum, ríðið þeim í spretti langar leiðir og skiljið þá svo eftir uppi á öræfum, — og það þreyttum ferðahestum«. »Já, — og — —« og nú ætlaði sveita- maðurinn að fara að segja okkur sína mein-( ingu. En pabbi greip fram í og sagði: »Ég skal segja það, sem segja þarf við þessa snáða«. — Og síðan við okkur: »Nú farið þið, eins og þið standið, sækið klár- ana c.g komið með þá að bæjarfógetaskrif- stofunni. Ég veit hvað þið þurfið að vera lengi, ef þið notið lappirnar eins og á að nota þær, þegar svona stendur á, og ef þið verðið mínútunni lengur en þörf er á,- þá verðið þið báðir hýddir á »kontórnum«, þegar þið komið með hestana. Raunar ætti nú ekki að vera nein leið fyrir ykkur að sleppa við hýðingu, en af því að ég veit að þið eruð báðir rass-sárir eftir eltinga- leikinn við Kórax í morgun, — og svo ert þú nú ef til vill ekki sem bezt fyrir kallaður í kollinum, Árna-tetur, — þá ætla ég ekki að vera harðari við ykkur, en þið eigjð skilið«.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.