Ljósberinn - 01.10.1941, Blaðsíða 16

Ljósberinn - 01.10.1941, Blaðsíða 16
156 LJÓSRERINN SNORRI STUIRILÖSOINI 1241 — 23. soptember 1941 Hinn 23. sept. var minnst. dánardægurs Snorra Sturlusonar á ýmsan hátt, bæði í Reykholti, þar sem Snorri bjó lengi og þar sem hann var veginn fyrir 700 árum, — og hér í Reykjavík. En vegna styrjaldarinn- ar urðu þessar minningarathafnir íburðar- minni en anhars hefði orðið. Ef friðui hefði ríkt í heiminum, er talið líklegt að Snorra hefði verið minnst víða um lönd, að minnsta kosti í menntastofnunum, því að rit Snorra eru heimskunn og er hann talinn með merkustu sagnriturum og rit- snillingum sem uppi hafa verið, og lang- frægastur er hann allra íslenzkra rithöf- unda. 1 Þýzkalandi var Snorra þó lofsam- lega minnst þennan dag í útvarpi, þrátt fyrir öll hernaðar-ósköpin. Eitt af því sem fórst fyrir, vegna styrj- aldarinnar, var það., að' þennan dag átti að afhjúpa hið mikla líkneski af Snorra, sem Norðmenn gáfu landinu á Alþingis- hátíðinni 1930. Líkneskið hefir snjallasti myndhöggvari Norðmanna, V i g e 1 a n d, mótað, og er það steypt í kopar og tilbú- ið, — en ekki komið til landsins ennþá, heldur bíður það í umbúðunum úti í Norj egi, þangað til hægist um og heimurinn kemst í rétt horf; aftur. Þessu minnismerki er ætlaður staður í hlaðinu á Reykholti og á að gera þar ým- islegt til að prýða staðinn, svo að þetta listaverk njóti sín þar. Eitthvað er byrj- að á því starfi,, en því ekki verið flýtt neitt, vegna þess, að ekki var hægt að koma minnismerkinu hingað. En búist er við að gestkvæmt muni verða að Reykholti á sumr- in, þegar myndastyttan er þangað komin og Snorragarður kominn í það horf, sem til er ætlast. Snorri Sturluson fæddist árið 1179 og voru foreldrar hans Sturla Þórðarsoin í Hvammi i Dölum og Guðný Böðvarsdóttir, bæði af hinum göfugustu ættum. Ekki ólst Snorri upp hjá foreldrum sín- um, en tveggja vetra gamlan tók Jóm bisk- up Loftson í Odda hann í fóstur og þar ólst hann upp til tvítugs aldurs. Var Oddi merkast menntasetur á landi hér í þá tíð. Snorri varð slðan mikill höfðingi og auð- ugur að fé. Hann var tvívegis um nokk- urt skeið í Noregi og í miklum hávegum haföur hjá höfðingjum þar, fyrir andlegt atgerfi. Annars er ekki ætlunin að rekja æfiferil hans hér. Það væri að bera í bakkafullan lækinn, svo mikið hefir verið um Snorra skrifað fyrr og síðar, og þessa dagana hafa öll blöð landsins birt greinar um hann, og Ljósbera-lesendurnir eflaust lesið einhverj- ar þeirra, áður en þetta tölublað berst þeim í hendur. Það var um Snorra, eins og svo marga mikla menn, að hann átti óvildarmenn, sem leituðust við að gera honum allt það ógagn sem þeir máttu. Brestur var það í skap- gerð Snorra, að hann var maður fégjarn, og mun það hafa átt sinn þátt í óvinsæld- um hans;. En þó var það nú svo, að sá sem fyrir aðförinni að Snorra stóð, átti eng- ar sakir ‘við hann sjálfur, og var auk þess tengdasonur hans, — Gizur Þorvaldsson, og var svo látið heita, að hann fremdi verknað þennan í umboði Hákonar Noregs- konungs, sem taldi að Snorri hefði móðg- að sig með því að hlýða ekki banni u,m það að fara heim til íslands. Snorri taldi sér hinsvegar mikla nauðsyn að komast heim til að gæta eigna sinna. »Gt vil ek«, sagði Snorri og fór, í trássi við bann konungs. Og má segja að það hafi raunverulega ver- ið upphaf að endalokum Snorra. »Gizur kom í Reykholt um nóttina eftir Máritíusarmessu (milli 22. og 23. sept.). — Brutu þeir upp skemmuna, er Snorri svaf í, en hann hljóp út úr skemmunni, og í hin litlu húsin er voru við skemmuna.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.