Ljósberinn - 01.10.1941, Blaðsíða 17

Ljósberinn - 01.10.1941, Blaðsíða 17
LJ ÖSBERINN 157 Fann hann þar Arnbjörn prest og talaði við hann. Réðu þeir það, að Snorri gekk í kjallarann, er var undir loftinu þar í húsunum. Þeir Gizur fóru að leita Snorra þar um húsin. Þá fann Gizur Arnbjörn prest og spurði hvar Snorri væri. Hann kvaðst. eigi vita. Gizur kvaðst þá eigi sætt- ast mega, ef þeir fyndist eigi. Prestur kvað vera mega, að hann fyndist, ef honum væri griðum heitið. Eftir það urðu þeir varir við, hvar Snorri var, og gengu þeir í kjall- arann, Magnús Marðarson, Símon knútur, Árni beiskur, Þorsteinn Guðnason og Þór- arinn Ásgrímsson. Símcin knútur bað Árna höggva hann. »Eigi skal höggva«, sagði Snorri, »H.ögg þú«, sagði Símon. »Eigi skal höggva«, sagði Snorri. Eftir það veitti Árni honum banasár, og báðir þeir Þorsteinn unnu á honum«. Þannig er frásögnin um víg Snorra. Merkast ritverka Snorra er Heims- kringla eða Noregs’konunga sögur. Er það mikið verk og glæsilegt og frægt um all- an heim. Heimskringla verður í hinni nýju úfgáfu af Fornritunum og verður þrjú stór bindi. Fyrsta bindið kom í bókaverzlanir 23. september. Snorra Edda er annað rit hans, en það er skáldskaparfræði eða einskonar kennslu- bók í skáldsap. Og loks eru nú fræðimenn að verða sam- mála um, að Snorri muni vera höfundur Egilssögu Skallagrímssonar, enda er hún rituð af mestri snilld allra Islendingasagn- anna. Th, A. Sunnudagaskóli kristniboösfélaganna hóf starf sitt sunnudag- inn 28. sept. 1 samkomuhúsi félaganna »Betaníu« við Laufásveg. Þangað eru ö.ll börn velkomin kl. 3 á hverj- um sunnudegi. Foreldrar! Minnist orða Frelsarans: »Látið börnin til mín koma, og bannið þeim það ekki, þvl slíkra er Guðsríkið«, Pétur mikliogfátæki bóndinn Þegar Pétur mikli sat að ríkjum í Rúss- landi, var fátækur en ráðvandur bóndi, sem hét Theodór, í þorpi einu skammt frá Pétursborg. Hann hafði þegar eignast þrjú böirn, sem öll voru hraust og efnileg, þeg- ar kona hans, Lódiska ól tvíbura, pilt og stúlku. Þótt hann væri fátækur, þótti hon- um þó vænt um þessa guðsgjöf, og treysti því, að hann, sem fæðir fugla loftsins, myndi líka gefa sér brauð handa börnum sínum. En hann var áhyggjufullur út af því., hvar hann ætti að fá nógu marga skírnarvotta; að sönnu hafði hann tvo, sem sé einn uppgjafahermann og tengdamóð- ur sína; en hann var í vandræðum með hinn þriðja, því að hinir bændurnir í þorp- inu þóttust yfir hann hafnir, af því að hann var fátækur, og of góðir til, að halda börnum hans undir skírn. Þá bar svo við eitthvert kveld, að staf- karl kom inn í kofa hans, og beiddi hann að gefa sér brauðbita og vatn að drekka. Hann sagðist vera yfirkominn af þreytu, en bæði hefði herramaðurinn og eins, bænd- urnir í þorpinu úthýst sér, og rékið sig burt með harðri hendi. Theodór svaraði: »Það skal ég í sannleika ekki gera; vertu velkominn í mín hús, því að þú .kemur, eins og þú værir kallaður. Ég þekki á það, hve harðbrjósta og hrokafullir íbúar þessa þorps eru; en Jiér skal fara vel um þig. Þú skalt ekki drekka vatn, heldur öl, því að heimili mínuhefur viljað til mikið happ, með því að Drottni hefur þóknast, að láta konu mína ala tvíbura, pilt og stúlku«. »Lofaðu mér að sjá börnin«, sagði föfu- maðurinn; »því að ég þykist geta sagt mönnum örlög sín«. Theodór sótti nú tvíburana, og sýndi hbnum þá. Þá mælti förumaður: »Ei! það eru. falleg börn; ég sé undir eins á þeim, að þau munu verða Iánsöm«. »Mæl þú manna heilasturk svaraði fað- irinn., og varð glaður við; síðan sagði hann: »Nú skulum við borða og drekka og síð-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.