Ljósberinn - 01.10.1941, Blaðsíða 18

Ljósberinn - 01.10.1941, Blaðsíða 18
158 LJÖSBERINN an leggjast t.il svefns. En á morgun skaltu vera um kyrr hjá mér og halda börnun- um undir skírn«. Komumaður þáði þetta boð, og þótti bónda vænt um. Þeir settust nú við borð- ið og átu kvöldverð, og er þeir höfðu tal- að um atund, lögðust þeir til svefns í hálm- sæng í einu stofuhorninu. En er bóndi vaknaði um morguninn, brá honum í brún, þegar hann sá, að gestur hans var horf- inn. Honum þótti þetta mjög illa farið, og sagði við sjálfan sig: »Pý karltetur! ekki bjóst ég við þessu af þér; ég tók vinsamlega á móiti þér, veitti þér þann greiða, sem ég gat, og bauð þér til að vera skírnarvottur, og þú launar svona vinsemd mína. Er þá engin góðvild framar til á jörðinni? Hvar ætli ég geti nú fengið þriðja skírnarvottinn?« Til að hafa af sér, gekk hann út og fór að kljúfa brennsluvið. Hin eldri börn hans voru að leika sér skammt frá. Þann- ig leið nú tíminn fram undir miðdegi; þá kallaði elzti pilturinn upp og sagði: »Faðir minn! líttu á þá prúðbúnu ridd- ara, sem fara þarna um þorpið«. Theodór leit upp og s,á, að flokkur manna í litklæðum nálgaðist kofa hans. »Hverjir munu þetta vera?« sagði hann og í sama vetfangi bar flokkinn þar að, og reið keis- arinn fremstur í viðhafnarbúningi sínum, en allir, sem vetlingi gátu valdið í bæn- um, eltu flokkinn af forvitni. Það datt of- an yfir alla, og ekki sízt ofan yfir Theo- dór, þegar stórmenni þeesi námu staðar hjá kotbæ hans. Theodór þekkti keisarann, féll honum til fóta, og sagði næstum því/ skjálfandi: »Hvað veldur, mildasti herra keisari! að þér komið til yðar vesæla þjóns?« Keisarinn svaraði: »Stattu upp, eða ætlar þú að bregðast orðum þínum? Þekkir þú ekki lengur staf- karlinn, sem var h.já þér í gærkveldi?« Það var nú eina og skýla dytti frá aug- um Theodórs; titrandi mælti hann: »Það varst þá þú, herra keisari«. »Já, víst var það ég«, svaraði keisar- inn; »ég hafði heyrt margar sögur af harð- ýðgi herramannsins og bændanna í þorpi þessu, og ætlaði sjálfur að reyna, hvaða tilhæfa væri í þeim. Þú varst sá eini ráð- vandi maður, sem ég fyrir hitti. Þess vegna ætla ég nú að launa þér eins og þú átt skilið. Herramanninn í þorpinu rek ég i útlegð; þú skalt koma 1 hans stað, og ég skal gera stórvel til þín«. Síðan sneri hann sér til förunauta sinna, og mælti: »Og nú, herrar góðir! við skulum allir halda börnum manns þessa undir skírn. Eg ætla að biðja yður að gefa sómasamlega skírnargjöf«. Og það varð orð með sönnu. Theodór átti bágt með, að átta sig á þessari heppni, sem honum kom svo mjög að óvörum. Þeg- ar búið var að skíba börnin, lét keisar- inn skömmu síðar sækja þau og upp ala á sinn kostnað. 8onurinn var hafinn í greifastétt, og af honum er kominr, tig- inn ættbálkur. —- Dóttirin giftist fursta nokkrum þarlendum. Theodór, sem nú var orðinn ríkur herramaður, var jafnan í kær- leikum við keisarann, og til dauðadags þakklátur fyrir gæfu sína og barna sinna. Gullroðin ský. Sex æfintýri handa börnum eftir Ármann Kr. Einarsson. Víkingsútgáfan 1940. Nú líður að þeim tíma, er farið verður að velja barnabækur handa hinum yngstu lesendum. Þá viljurn vér benda á þessa bók og eindregið mæla með henni. Gegnum all- ar sögurnar gengur göfugur hugsunar- háttur og þær eru létt og fjörlega skrif- aðar. Áður útkomnar bækur eftir sama höf- und: Vonir (sögur) 1934. Margi býr í fjöllunum (æfintýri) 1937. Höllin bak við liamrana (æfintýri) 1939. Gullroðin ský fæst eflaust hjá öllum bók-. 6Ölum.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.